Kynnir Apple tvær iPad spjaldtölvur í janúar ?

Samkvæmt heimildum Digitimes þá mun Apple kynna tvær nýjar útgáfur af iPad í lok janúar. Því til viðbótar mun Apple hafa iPad 2 áfram í sölu en hún verður lækkuð í verði.

Báðar nýju tölvurnar hafa 9.7″ skjá en hann verður með mun hærri upplausn eða 1536X2048 í stað 768X1024. Einnig verður baklýsing bætt til þess að gera skjánna bjartari. Sharp mun sjá Apple fyrir skjáum í nýju tölvurnar en Samsung sér um að framleiða A6 örgjafann sem nýju vélarnar keyra á.

En það er ekki aðeins skjárinn sem verður uppfærður því báðar tölvurnar fá uppfærða myndavél. Dýrara módelið verður með 8 milljón pixla myndavél frá Sony og sá ódýrari með 5 milljón pixla.

Þessu til viðbótar verður batteríið mun stærra eð 14.000 mAh i stað 6.930 mAh.

Orðrómurinn segir að Apple muni kynna báðar tölvurnar á iWorld 26. janúar en það á eftir að koma í ljós. Símon.is fylgist náið með þessu og mun koma með frekari fregnir þegar nær dregur.

 

Heimild: Digitimes