Klikkuð útsala á Android Market – 10 öpp á 10 cent næstu 10 daga!

Google fagnaði nýverið 10 milljarðasta downloadaða appinu og til þess að fagna því hafa þeir, í samstarfi við bestu app útgefendur markaðsins, ákveðið að bjóða upp á 10 öpp á dag á einungis 10 cent stykkið, eða um 12 krónur á gengi dagsins!

Öppin sem eru í boði eru ekkert slor, ég keypti sjálfur 9 af 10 öppum dagsins og mun bíða ótrúlega spenntur eftir tilboðum næstu daga. Öpp dagsins í dag eru eftirfarandi:

  • SoundHound
  • Asphalt 6: Adrenaline HD
  • Minecraft – Pocket Edition
  • Swiftkey X
  • Endomondo Sports Tracker
  • Great Little War Game
  • Sketchbook Mobile
  • Fieldrunners HD
  • Color & Draw for Kids (Phone)
  • Paper Camera

Ég mæli hiklaust með því allir Android eigindur verði með augun opin, það má nálgast öppin hér á Android Market. Það eina sem þarf til þess að geta keypt app á Market er að vera með kreditkort skráð á Google reikninginn sinn.

Njótið þess að fá fullt af virkilega flottum öppum á góðu verði, Simon.is mun fylgjast með og tilkynna lesendum um leið og ný öpp koma!


 

Fylgstu með Simon.is á Facebook