Instagram er iPhone app ársins

Apple gaf út í dag App store Rewind 2011 sem er listi yfir mest seldu öpp ársins  í App store.  Við sama tilefni er valið app ársins og þarf það ekki endilega að vera það app sem er mest sótt. Í ár varð Instagram fyrir valinu. Forritið er notað til að deila ljósmyndum teknum í símanum og jafnfram er hægt að lagfæra myndir og breyta þeim til dæmis láta þær líta út fyrir að vera teknar á gamla myndavél. Sagði Apple að með forritinu væri því sem næst ómögulegt að taka slæma mynd.

Næst á eftir kom appið VidRhythm sem er forrit til að búa til tónlistarmyndbönd á skemmtilegan hátt.

Leikur ársins í iPhone var valinn Tiny Tower og er hann frír í Appstore. Leikurinn gengur út að byggja upp sitt eigið ríkidæmi með því að reisa háhýsi og byggja upp rekstur í þeim.
Næst á eftir kom leikurinn  TinyWings og tengist hinum leiknum ekki neitt, þrátt fyrir tiny hlutann í nafninu.

Listinn yfir söluhæstu öpp ársins 2011 lítur svona út:

Öpp sem þarf að greiða fyrir
1. Angry Birds
2. Fruit Ninja
3. Angry Birds Seasons
4. Cut the Rope
5. Tiny Wings
6. Angry Birds Rio
7. Words With Friends
8. Camera+
9. Doodle Jump
10. Plants vs. Zombies

Ókeypis öpp
1. Facebook
2. Pandora Radio
3. Words with Friends Free
4. Angry Birds Free
5. Skype
6. Netflix
7. Angry Birds Rio Free
8. Groupon
9. Fruit Ninja Lite
10. Twitter