Innlend ferðasaga

Í mínu starfi er ég að ferðast mikið um landið og er því oft í keyrslu, flugi eða siglingum um landið, og eyði því miklum tíma í ferðalögum og á hótelherbergjum. Til þess að drepa tímann hef ég oft nýtt mér snjallsíman í því að skoða fréttir, póst og fleira.

Seinasta föstudag var ég flakkinu þá frá Ísafirði til Reykjavíkur. Mér til mikillar ánægju var fluginu frestað til að byrja með og fékk tilkynningu um það í smsi og pósti. Seinna meir var flugið fært og því flogið frá Þingeyri til Reykjavíkur, við tók því rútuferð og svo flugið sjálft áður en maður komst heim.

En hvernig kemur þetta eiginlega símanum við?

Jú, því að hver sá sem er að fara í viðskiptaferðir, hvort sem er innanlands og utanlands veit að það er nauðsynlegt að losna við sem flest auka grömm og kíló í því að burðast á milli. Þarna í rútuferðinn gat ég setið sallarólegur og forða mér frá þeim almennum leiðindum sem fylgja ferðalagi með því að lesa fréttir, svarað tölvupósti, kíkja á samfélagsmiðla, spilað tölvuleik og hlustað á tónlist. Þetta gat ég án þess að vera með marga aukahluti sem hefðu verið íþyngjandi. Sem dæmi um aukahluti sem ég gat sleppt voru bók, ipod, gameboy, fartölvu o.fl. Þó maður sé alltaf vissulega með fartölvunna í vinnuferðum þá er ekki þægilegt að taka hana upp í hálftíma.

Snjallsími er græja sem veldur því að maður getur ferðast léttar, forðast leiðindi og notið þess að vera tengdur við umheiminn þó þú sért fastur í rútu í dágóðan tíma, eða í flugi.

Snilldin var samt sú að geta hlustað á tónlist og spilað tölvuleik í flugi. Til þess að geta nýtt sér símann í flugi þá þarftu að keyra upp símann í “flugvélarsniði (flight mode)”. Þá er lokað fyrir gagnanotkunina í honum og þú getur unnið með símann eins og þú værir sambandslaus. Hlustað á tónlistina inn á honum, lesið bækur sem þú ert með í honum, spilað tölvuleiki og fleira.

Eftir mitt ferðalag þá er ótrúlega þakklátur fyrir að hafa snjallsíma.