H&M app – nauðsynlegt í utanlandsferðunum

Það er alþekkt staðreynd að íslendingar versla þegar þeir fara til útlanda. Alveg sama til hvaða lands ferðinni er heitið, þá virðist alltaf vera ein keðja sem allir heimsækja – H&M. Til að gera fólki auðveldara fyrir að finna næstu H&M verslun, fá upplýsingar um afslætti og fleira kynnir Simon.is H&M appið fyrir Android og iOS.

Við fyrstu ræsingu velur maður í hvaða landi maður er og appið kemur í kjölfarið með allar helstu upplýsingar um verslanir H&M í landinu, afslætti, útsölur og hvaðeina sem áhugavert þykir. Hægt er að leita að ákveðinni verslun eða leita að verslunum við ákveðna götu. Til dæmis ef ég leita eftir Oxford
street þá kemur upp kort sem styðst við Google Maps. Kortið sýnir mér verslanirnar sem eru í og við þá götu eins og sést á einni myndinni. Þá getur appið líka fundið næstu verslun í gegnum GPS í símanum og leiðbeint manni á leiðaranda. Mikill kostur við leitina er möguleiki á að velja hvers konar fatnaði maður leitar að, barnaföt, karlmannsföt, kvenmannsföt og hvaða verslanir selja nýjustu vörulínuna, sem í dag er drekahúðflúr (e. Dragon tattoo) byggð á sögupersónunni  Lis Salander úr Millenium bókaflokki Stieg Larssons.

 

Þetta app er sniðugt á margan hátt. Það er til dæmis mögulegt að merkja við fatnað sem maður skoðar og búa sér til lista yfir þær vörur sem mann langar í. En einhverra hluta vegna erum næstum engin föt í appinu, þannig að þessi möguleiki nýtist næstum ekkert. Þetta truflar mig lítið þar sem ég vil bara fara í verslunina og skoða hvað er til og kaupa ef mér lýst vel á. Einhverjir vilja eflaust geta unnið heimavinnu fyrst og sparað sér tíma. Líklega mun þessi fídus verða nýttur meira í appinu í framtíðinni. Helsti kosturinn sem ég sé við appið er að geta sagt því að ég vilji finna H&M verslun sem selur föt á karlmenn og fá niðurstöðuna samstundis á korti.
Fyrir utan gallan sem ég nefndi áðan þá er annar galli sem getur verið svolítið hvimleiður – að tungumál appsins breytist sjálfkrafa þegar maður velur nýtt land. Það kemur ekki að sök ef maður er í Bretlandi eða Bandaríkjunum og varla ef maður er á Norðurlöndunum. Fyrir einhverja geta málin vandast er komið er til Þýskalands, Spánar, Japan eða Kúveit og appið er í kjölfarið á tilheyrandi tungumáli. Þá er eins gott að vera búinn að leggja á minnið hvernig maður notar leitina til að finna næstu verslun.

 

 

 

 

H&M – App store 

H&M – Android Market

 

Fylgstu með Simon.is á Facebook