Einn besti leikur samtímans kominn á Android! – World of Goo

Ég ætla ekki að ljúga að ykkur, ég er að missa mig yfir þessum leik. Ég hef verið að bíða eftir að þessi leikur verði portaður yfir á Android síðan ég fékk mér slíkan síma. Ég spilaði hann fyrst á tölvunni minni fyrir þó nokkru síðan og gekk mér ágætlega með hann þá. Leikurinn er framleiddur af 2d boy og hefur nú þegar komið út á iOS.

World of Goo er mjög einfaldur púsl- eða byggingarleikur og eru  verkefnin sem lögð eru fyrir miserfið. Maður stjórnar 13 mismunandi tegundum af kúlum sem allar hafa mismunandi eiginleika sem aðstoða þig við að koma þeim í pípur sem dregur til sín kúlurnar þegar þær eru nálægt. Nauðsynlegt er þó í hverju borði að ná X mörgum kúlum í gegn og fást svo bónust stig fyrir þær kúlur sem ganga afgangs. Markmið leiksins er að tengja saman kúlurnar til þess að þær myndi brú frá jörðu og að pípunni. Það hljómar kannski frekar einfalt, en leikurinn er í raun mjög snúinn og þarf maður oft að hugsa lengi áður en maður famkvæmir.

 

Undir spilast skemmtileg ambient tónlist sem kemur manni í gott andlegt ástand til að leysa nokkur púsluspil, en eins og með alvöru púsluspil eru inn á milli borð sem þarfnast nokkrar tilrauna sem geta spannað yfir marga daga. Þyngdaraflið spilar veigamikinn þátt í þessum leik þar sem hlutirnir sem þú hendir saman með kúlunum þurfa að geta haldist uppi svo að takmark hvers borðs náist.

Klárlega leikur sem ég mæli með að þið skoðið og spilið.

 

 

 

 

 

 

 

 
qrcode
http://itunes.apple.com/us/app/world-of-goo-hd/id401301276?mt=8

Fylgstu með Simon.is á Facebook

2 replies

Trackbacks & Pingbacks

  1. […] hef ég fjallað um leikinn World of Goo frá Humblebundle sem er frábær leikur. Nú er röðin komin að leiknum Osmos sem er frá sama […]

  2. […] World of Goo – Skemmtilegur söguþráður, góð tónlist og skemmtilegir leikmöguleikar gera þennan leik klárlega að leik ársins. Hægt að tapa sér í marga tíma við að reyna að leysa þrautirnar og reyna að sleppa út úr hverju borði með sem flestar afgangs slímkúlur. (Hægt er að nálgast leikinn á Android, iPhone og Windowsphone) […]

Comments are closed.