Dick er mjög sérstakur snjallsímaleikur

Það kennir ýmissa grasa þegar skoðað er hvaða leikir eru í boði fyrir snjallsíma í dag. Um daginn rakst ég á afar sérstakan leik sem kallast Dick. Þessi leikur þykir of dónalegur og er því ekki í boði í gegnum Android Market, en í tenglinum sem er neðst í þessari færslu er hægt að nálgast þennan leik.

Leikurinn syðst við hreyfiskynjara símans og gengur í stuttu máli út á það að sveifla typpi aðal söguhetjunnar. Ýmist er tólinu slengt í strandarbolta, eða látið sveiflast í hringi.

Hér er lítið myndband frá framleiðendum leiksins. Athugið að þetta er ritskoðuð útgáfa af sýnishorninu. Með því að ýta á tengilinn neðst er hægt að sjá leikinn í allri sinni dýrð.

Það verður að segjast að þessi leikur er í furðulegri kantinum og eflaust eftir að kalla fram nokkur brosin þegar þú sýnir ættingjunum hann í jólaboðunum núna í desember.

Heimild:
Androidpolice