Klámkóngar kæra HTC

Steven Hirsch, stofnandi Vivid Entertainment, er ekki sáttur með HTC

Einn stærsti framleiðandi klámefnis í Bandaríkjunum, Vivid Entertainment, hefur gefið frá sér yfirlýsingu þess efnis að ef HTC endurnefni ekki HTC Vivid símtækið þá eigi fyrirtækið yfir höfði sér ákæru frá fyrrnefndum klámframleiðanda.

Aðal áhyggjuefni Vivid Entertainment er að vörumerki þeirra verði ruglað saman við þetta nýja símtæki frá HTC sem kom út núna í nóvember. Margir spyrja sig kannski hvernig símtæki gæti mögulega tengst klámi en Vivid Entertainment hleypti nýlega af stokkunum klámrás sem er fáanleg í gegnum Google TV. Þessi rás er í rauninni app þar sem hægt er að nálgast “margverðlaunaðar fullorðinsmyndir, heimagerðar myndir frá stórstjörnum, skopstælingar á ofurhetjum með erótísku ívafi, fræðsluefni og fleira.”

Ef HTC gefa út síma með Vivid nafninu er hætta á að þeir séu að gefa í skyn einhvers konar samstarf við klámframleiðandann að sögn Vivid Entertainment. HTC hafa sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu:

Við erum að fara yfir kvörtunina og búumst ekki við að gefa frá okkur frekari ummæli fyrr en þessi deila er leyst.

Viðskiptavinir HTC sem hafa nú þegar fest kaup á þessu umdeilda símtæki geta því búist við að það verði kallað eitthvað annað en Vivid á mánudaginn ef Vivid Entertainment fá sýnu framgengt.

Hér má sjá umfjöllun um símtækið frá PhoneArena.com:

Heimildir:
The Verge

Fylgstu með Simon.is á Facebook