Square Enix leggur í android markaðinn

Tölvuleikjarisinn Square Enix hefur verið að ræða það undanfarið ár að þeir ætluðu að byrja að framleiða leiki fyrir Android markaðinn. Square-Enix hefur stofnað Hippo Studios sem mun sjá um að porta leikina yfir á android og einbeita sér eingöngu á útgáfum fyrir farsímamarkaðinn. Hippo Studios mun þó ekki einungis vinna að því að porta leiki yfir á android síma, einnig munu þeir vinna að því að búa til nýja leiki fyrir android markaðinn.

Dragon Quest Monsters Most Wanted!

Chaos Ring

Final Fantasy

Crystal Defenders

Seinna munu svo Chrono Trigger og  Itadaki Street koma sem og fleiri leikir.

Í fyrstu munu þó aðeins viðskiptavinir KDDI fá aðgang í japan og í kjölfarið DoCoMo og Softbank einnig í japan. Spennandi verður að sjá hvort við í Evrópu fáum ekki aðgang að þessum snilldar leikjum á snjallsímanna okkar en greinilegt að Square-Enix ætla með þessu að endurnýta leiki með smá endurbætingum fyrir snjallsíma markaðinn, enda væri annað skrýtið.

Stefnan er að þessir leikir verði einnig aðgengilegir fyrir iOS en nú þegar er hægt að spila einhverja leiki frá Square-Enix á iOS símum, þar má meðal annars nefna Final Fantasy Tactics. Square-Enix hefur eitthvað verið að þreyfa fyrir sér á Windows 7 en ekkert hefur en verið staðfest með þann markað ennþá.

 

Heimildir:

http://www.everythingandroid.org/square-enix-moving-into-android-development/2011/03/25/

http://www.ubergizmo.com/2011/09/square-enix-to-bring-chrono-trigger-onto-ios-and-android/

http://andriasang.com/comz11/


Fylgstu með simon.is á facebook