Apple Siri vs Microsoft TellMe

Þetta myndband frá áströlsku síðunni techau.tv sýnir samanburð á Apple Siri og TellMe (WP7) frá Microsoft.

Siri er ný þjónustua sem Apple kynnti á sama tíma og iPhone 4S. Notandinn getur beitt raddskipunum til þess að fletta upp staðreyndum á Wikipedia, setja viðburði í dagatal, senda sms svo eitthvað sé nefnt. Microsoft TellMe er svipuð þjónusta sem hefur ekki fengið eins mikla umfjöllun og Siri.

Apple notendur voru ekki lengi að dæma TellMe sem hina dæmigerðu Microsoft vöru sem virkar illa. Að sama skapi verja Microsoft notendur TellMe og nefna að varan sé ný og styðji kannski ekki hreim fréttamannsins í myndbandinu.

Er Microsoft TellMe léleg vara? Er Apple Siri eina þjónustan af þessu tagi sem er nothæf?

 Fylgstu með Simon.is á Facebook