Samsung Galaxy S2 fær Android 4.0 (Ice Cream Sandwich) uppfærslu

Samsung í Bretlandi tilkynntu á twitter síðu sinni í morgun að Samsung Galaxy S2 snjallsíminn sem keyrir á Android 2.3 stýrikerfinu muni fá uppfærslu upp í Android 4.0 eða Ice Cream Sandwich eins og það er oftast kallað. Engin nákvæm dagsetning liggur fyrir en þetta eru góðar fréttir engu að síður.

Það er þó óvíst hvort að fyrri útgáfa af símanum, Samsung Galaxy S, muni fá uppfærsluna. Simon.is fjallaði nýlega um hvaða tæki munu fá uppfærsluna en listann má sjá hérna.

Heimildir:
The Verge