Samanburður á stýrikerfum snjallsíma
Það er ekki lengur bara einn valmöguleiki þegar kemur að því að velja sér snjallsíma, eins og þegar iPhone kom fyrst á markað. Apple átti snjallsímamarkaðinn lengi vel skuldlaust, en undanfarið hafa þeir loksins fengið einhverja samkeppni.
En hver er eiginlega munurinn á öllum þessum stýrikerfum? Það getur verið mjög erfitt að vita hvað hentar manni sjálfum best án þess að prófa öll kerfin, en það er kannski eitthvað sem hinn venjulegi neytandi hefur ekki endilega tök á. Fjórir nýir snjallsímar eru líklega ekki á dagskránni hjá fjölskyldum landsins.
Heimasíðan MyPhoneDeals.co.uk er með fína lausn á þessu og býður upp á mjög einfaldan samanburð á kostum og göllum þeirra stýrikerfa sem í boði eru í dag.
Kíktu á hlekkinn til að skoða skýringarmyndirnar.