Prófaðu Windows Phone 7 í Android eða iPhone símanum þínum

Hefur þig einhverntíman langað að prófa Windows Phone? Ég þekki persónulega ekki marga sem eiga þannig síma, en mig hefur alltaf langað til þess að prófa þá. Núna er hægt að prófa Windows Phone á öllum Android eða iPhone símum, án þess að þurfa að setja neitt upp!

Microsoft setti nýlega í loftið síðu sem að er í raun HTML5 prufuútgáfa af Windows Phone 7. Það eina sem þarf að gera er að fara á http://aka.ms/wpdemo í símanum og prófa.

Síðan er mjög vel gerð, þrátt fyrir að gefa manni mjög takmarkaða mynd af WP7. Maður fær tilfinningu hvernig það er að vera með þetta mjög fágaða stýrikerfi og hvað það hefur upp á að bjóða. Síðan virkaði mjög vel í mínum síma (Nexus S).

Það er ansi kaldhæðið að síðan virki ekki á neinum WP7 símum, þar sem að þeir virðast ekki styðja HTML5.

Uppfært 1.des 12:37: WP 7.5 (Mango) styður HTML5.

 

Fylgstu með Simon.is á Facebook