Ótrúlegar vélar – hressandi leikur

Sjálfur á ég ekki iPad en vinur minn á svoleiðis. Í þau skipti sem ég hef farið í heimsókn til hans hef ég aðeins fengið að leika mér með gripinn og er þá frekar leiðinlegur gestur. Fyrst datt ég í eitthvað teikni app og skemmti mér konunglega við að henda saman einhverjum myndum, en ég ætla ekki að skrifa um það forrit hér.
Sá leikur sem ég hef eytt mestum tíma í er Incredible Machine:
http://www.youtube.com/watch?v=1O3IiFWk8P4

 

Incredible Machine gengur í flestum tilfellum út á að koma einhverjum hlut frá punkti A til punkts B. Maður notar hina ýmsu hluti sem finnast í borðinu til að komast yfir hindranir sem verða á vegi manns. Má þar meðal annars telja ketti og mýs, geimflaugar, vaggandi kúlur, þyngdaraflsbreytandi skífur, hamstrabúr og margt, margt fleira.  Þó spilarinn þurfi að koma hlutnum frá A til B þá fær hann fleiri stig ef hluturinn nær að safna sem flestum stjörnum á leið sinni. Spilunin er ótrúlega einföld þar sem þú dregur hlutina um borðin og tengir þá hluti saman sem bjóða upp á það. Sumar þrautirnar eru einfaldar og taka engan tíma meðan aðrar getur tekið klukkustundir að leysa. Eini gallinn við þennan leik er hve fá borð eru í honum en mig grunar, miðað við vinsældir hans, að auka borð séu á leiðinni.

Þið munið kannski eftir þessum leik frá því þið voruð yngri

 

Svo í lokin þá rakst ég á þetta myndband við gerð greinarinnar þar sem einhverjir japanir höfðu tekið sig til og búið til raunverulega útgáfu af Incredible Machines. Svakalegt dæmi um Rube Goldstein vél.

 

 

 

 

 

1 reply

Trackbacks & Pingbacks

  1. […] My Water? er skemmtilegur þrautaleikur frá Disney og svipar hann mikið til leiknum Incredible Machine. Markmiðið í þessum leik er að aðstoða krókódílinn Swampy við að fara í hreina […]

Comments are closed.