Ný uppfærsla iOS 5.0.1

Apple gaf rétt í þessu út uppfærslu fyrir iOS 5 stýrikerfið.  Uppfærslan er ekki stór né mikil og er fyrst og fremst ætlað að lagfæra rafhlöðuendingu tækjanna eftir uppfærslu í iOS 5.

 

 

Uppfærslan er fyrir eftirfarandi tæki:

  • iPhone 4S
  • iPhone 4
  • iPhone 3GS
  • iPad 2
  • iPad
  • iPod touch (4. kynslóð)
  • iPod touch (3. kynslóð)
Þegar þetta er skrifað er uppfærslan einungis komin í iTunes en hún verður innan skamms í boði í þráðlausri uppfærslu (e. OTA update).
ATH þeir sem eru háðir jailbreak og/eða unlock fyrir tækin sín skulu að svo stöddu bíða með að uppfæra. 
Mynd: Engadget