Ný rafhlöðutækni væntanleg fyrir snjallsíma og fartölvur

Á næstu 3-5 árum gætum við séð ótrúlega þróun á rafhlöðum fyrir snjallsíma, spjaldtölvur og fartölvur. Vísindamenn við Northwestern háskólann í Chicago, Bandaríkjunum, vinna nú að tækni sem gerir rafhlöðum kleyft að halda hleðslu 10x lengur en þær sem við notum núna. Þar að auki eru þessar rafhlöður 10x fljótari að hlaða sig! Þessar rafhlöður eru að vísu svipaðar og þær sem við notum í dag (lithium ion) en notast við aðra aðferð til að halda hleðslunni. Jafnvel eftir 150 hleðslur, sem er um árs notkun, ætti rafhlaðan samt að vera 5x betri en rafhlöður nútímans.

Hvað þýðir þetta fyrir neytendur? Snjallsímaframleiðendur munu hafa meira frelsi til að smíða öflugri tæki sem þurfa meira rafmagn og líklega verða rafbílar algengari. Rafhlöðuending snjalltækja er eitt mesta vandamál þeirra í dag og því spennandi að sjá hvernig þróunin á þessari nýju rafhlöðutækni verður á næstu árum.

Heimildir:
Northwestern University

Fylgstu með Simon.is á Facebook