Hvaða tónlist er í gangi? – Uppfært

 

 

Ertu á skemmtistað og langar að vita hvaða lag er verið að spila? Ef þú kannt ekki við að spyrja plötusnúðinn þá eru Soundhound eða Shazam öpp sem þú ert að leitast eftir. Ég prófaði fyrst Shazam þar sem það fylgdi með fyrsta símanum mínum, LG Optimus.  Þrátt fyrir að LG Optimus síminn sé ekki fljótasti síminn virkar appið engu að síður mjög vel á honum.  Ég notaðist við þetta forrit lengi en skipti svo yfir í Soundhound þegar ég fékk mér Samsung Galaxy.

Soundhound ($4.99 / frí útgáfa)

Appið hlustar á tónlist, segir þér hvað lagið heitir, stingur upp á svipaðri tónlist og býður þér að kaupa lagið eða deila því með vinum þínum. Það er líka hægt að leita að flytjendum og lögum með því að skrifa í leitargluggann eða nota “voice” leitina. Það skal tekið fram að ég notaðist við fríu útgáfuna því framleiðandi appsins er ekki mikið að auglýsa hvað fæst aukalega fyrir að eyða rúmlega fimm dollurum í hina útgáfuna. Ég hef prófað það af og til þegar ég fæ eitthvað lag á heilann en hef ekki hugmynd um hvaðan lagið kemur eða með hverjum það er. Þá hef ég gripið í appið og látið það segja mér hvaða lag ég er með á heilanum með því að humma eða flauta og í kjölfarið hlustað á það beint af youtube, eða já keypt það.

 

Upprunalega var markmiðið að fjalla um Shazam og Soundhound, en svo virðist sem að Shazam sé ekki aðgenilegt á Íslandi lengur, en það skiptir í raun engu máli þar sem Soundhound er betra forritið. Bæði geta þau greint tónlist í kringum þig en munurinn sem ég man einn mest eftir var að Shazam vistaði ekki niðurstöðurnar mínar og bauð ekki upp á jafn marga möguleika eftir að lagið hefur verið fundið. Shazam gat ekki grein flaut/humm á lögum sem gefur Soundhound auðveldlega sigurinn.

 

Uppfært:

Í fljótfærni minni tókst mér að yfirsjást Soundhound fyrir Windows Phone. Shazam er einnig aðgengilegt á Windows Phone en hann bíður einnig upp á Bing Music sem er innbyggt í þá síma með Windows Phone útgáfu 7.5 (Mango) á sér. Bing Music svipar til Shazam sem leyfir þér að ýta á einn hnapp á símanum þínum og greinir það þá tónlistina. Við munum koma með betri yfirferð um Bing Music og Windows Phone í nánustu framtíð.

 

 

 

 

 

 

 

http://www.windowsphone.com/en-US/apps/6bae10bf-e831-49b7-a51f-cee8e91c7b1d

http://itunes.apple.com/us/app/soundhound/id355554941?mt=8

1 reply

Trackbacks & Pingbacks

  1. […] sem ég sótti fyrir skömmu. Margir kannast við Soundhound og Shazam öppin sem við á Simon.is fjölluðum um um daginn. Þau notar maður til að finna hvaða lag lag er verið að spila t.d. í útvarpi eða […]

Comments are closed.