Dock Minimal – iPhone vagga eftir íslenskan hönnuð

Það verður seint sagt að það sé skortur á aukahlutum fyrir Apple vörur og nú er fáanleg minimalísk vagga sem íslenski hönnuðurinn Ísak Winther hannaði. Dock Minimal er ólík öðrum vöggum að því leyti að hún notar USB hleðslusnúruna sem fylgir með iPhone og það skiptir ekki máli hvernig hún snýr. Þannig er hægt að láta iPhone standa í vöggunni eða liggja á hlið.

Hér má sjá stutt video sem útskýrir hvernig vaggan virkar:

Vaggan er fáanleg á OnAnOff.com og í verslun iPhone.is og virkar fyrir iPhone 3G, iPhone 3GS, iPhone 4 og iPhone 4S.

1 reply

Trackbacks & Pingbacks

Comments are closed.