Verð á gagnaáskriftum – uppfært í október 2011

Þegar maður er farinn að nota þessa snjallsíma af einhverju viti þá er óhjákvæmilegt að skoða aðeins gagnapakkana sem símafyrirtækin bjóða uppá.  Við tókum saman verð á þessum pökkum hjá íslensku fjarskiptafyrirtækjunum og eins og sést í töflunni að neðan er verðmunurinn ótrúlega lítill.  Í raun það lítill að þetta kemur ekki til með að skipta máli ef verið er að ákveða við hvaða fyrirtæki skipta skuli við.

Verð á gagnapökkum fyrir gsm áskriftir í október 2011, verð í íslenskum krónum.

Til gamans voru líka skoðuð verð hjá ýmsum erlendum fjarskiptafyrirtækjum og kemur þá í ljós að verðin eru frábær hérna á klakanum.  Gagnamagnspakkarnir eru þó ótrúlega misjafnir og mjög algengt að gagnamagnið sé innifalið í heildarverði áskrifta sem gerir samanburð ómögulegan. Hér fyrir neðan er tafla sem sýnir verð hjá fyrirtækjum í Evrópu og í Bandaríkjunum. Þess ber að geta að öll verð í þessari grein eru verð á gagnamagni í síma. Ef tekin væru fyrir verð á gagnamagni í 3G netlykla yrðu verðin önnur.

Verð á gagnapökkum fyrir gsm áskriftir í október 2011, verð í íslenskum krónum. Þegar verðin voru reiknuð yfir í krónur var notast við eftirfarandi gengi: USD: 115, EUR: 159, DKK: 21 og SEK: 17. Gagnamagnspakkarnir hjá Vodafone Spáni innihéldu líka sms og gagnamagn í reiki sem skekkir samanburðinn.

Almennt telur fólk það vera mjög dýrt að nota símann sinn til að vafra á netinu, en það er það alls ekki a.m.k. ekki hér á klakanum svo við getum farið að leiðrétta þennan misskilning.

Þá er nauðsynlegt að setja varnagla á að þó það sé ódýrt að vera á netinu í símanum hérna heima, þá kostar það handlegg að nota netið í símann á ferðalögum erlendis!

Ef það hefur farið fram hjá einhverjum, þá er gott að minnast á sérstakar farsímaútgáfur af vefsíðum sem standa stundum til boða.  Þessar síður eru töluvert minni að stærð (minna niðurhal) og passa líklega mun betur á skjáinn á símanum.

Tökum sem dæmi heimasíður ríkisútvarpsins og vísi þegar þessi grein er skrifuð:

http://ruv.is er 37kB (kílóbæti) en sé farið á http://m.ruv.is þá er stærðin um 18kB eða helmingi minni.

http://visir.is er 251kB en http://m3.visir.is er 29kB, um 10% af stærð vísis.

 

Uppfært 24.10.2011:  Engin breyting hefur verið gerð á verði gagnamagns hjá öllum fyrirtækjunum sem eru tekin fyrir í þessari grein. Gengin hafa breyst mjög lítillega og taka verðin í neðri töflunni mið af því.

Uppfært 12.9.2011:  Farið var yfir öll verð en þau höfðu ekki breyst síðan í Ágúst. Gengið hefur sveiflast lítillega og voru því verðin á erlendu áskriftunum endurreiknuð.

Uppfært 21.8.2011:  Í efstu töflunni var upptalið gagnamagn sem viðskiptavinir Nova fá gegn því að vera í áskrift. Hin fjarskiptafyrirtækin veita líka frítt gagnamagn í ákveðnum áskriftarleiðum/pökkum og því var það tekið út.

 

Heimildir:

http://www.vodafone.is/
http://siminn.is/
http://www.nova.is/
http://tal.is/
http://www.att.com/
http://www.verizonwireless.com/
http://www.telenor.dk/
http://vodafone.es/
http://telia.se/