Nýjasta útgáfan af Android: 4.0 – Ice Cream Sandwich

Seinasta þriðjudag kynnti Google til sögunnar nýjusta stýrikerfis uppfærsluna fyrir Android. Þetta mun vera Android 4.0. og er stýrikerfið sem mun koma bæði fyrir síma og spjaldtölvur. Það hefur haft vinnuheitið Ís-samloka (Ice Cream Sandwich). Þetta eru bæði útlistlegar og virknis breytingar.

 • Roboto: Ný gerð af leturgerð sem mun taka við af Droid Sans sem hefur hingað til verið á Android – flestir farsímaframleiðendur sem hafa búið til sitt eigið útlit fyrir símanna hafa átt það til að breyta leturgerðinni.
 • Breytanlegar skjágræjur (e. widget): Með þessu er hægt að breyta stærðinni á þeirri skjágræju sem þig langar að hafa, en ert bundinn við það sem framleiðendurnir forrita vilja leyfa. Forrit frá Google mun leyfa þetta strax. Þetta hefur þó verið til staðar í CyanogenMod í nokkra mánuði, en það gaman að sjá að þú þurfir ekki að skipta út stýrikerfi framleiðandans til þess að fá þennan möguleika.
 • Möppur: Núna geturðu dregið skjámerki fyrir forrit saman og búið til möppu án erfiðleika. Vissulega fítus sem er fenginn að láni frá Apple, en gaman að sjá þennan möguleika koma í Android.
 • Landslags stjórnun: Þegar þú ert að nota eitthvað forrit í fullum skjá, eða myndband, þá munu hnapparnir neðst sjálfkrafa dimmast þegar það byrjar.
 • Uppáhalds skúffa: Núna kemur sá möguleiki að búa til skúffu fyrir þau forrit sem þú notar mest og getu því átt auðveldlega að geta komist að þeim í öllum upphafskjáunum.
 • Skjámyndir (e. screenshot): Núna mun það koma að þú getur tekið skjámyndir af því sem þú ert að gera og mun vera innbyggt í stýrikerfið frá upphafi, en ekki háð því hvort að framleiðandi símans forriti það inn. Mun það virka svo að þú heldur inni slökkva-hnappinum og svo lækka hljóð hnappinum til þess að taka skjámynd.
 • Tilkynningar: Miklar breytingar hafa verið framkvæmdar til þess að breyta tilkynningar skjánum sem maður hefur dregið niður. Núna er það ekki svo að þú þarft að velja hverja tilkynningu þú viljir skoða og svo ýta á hreinsa (clear), heldur muntu bara strjúka til hægri eða vinstri til þess að láta þá tilkynningu hverfa, sem hefur einnig verið til staðar í CyanoGen.
 • Bætt afritun: Búið er að vinna í afritun á texta (copy & paste) í kerfinu, og getur núna flutt stóran texta fram og til baka eftir því sem þér hentar.
 • Andlits aflæsing: Þetta er með því svalara sem kemur í nýja kerfið.Þú getur aflæst símanum þínum með því að hann sjái þig, en þó bara með myndavélinni sem er notuð í myndsímtöl. Þannig að þú þarft ekki að slá inn kóða eða neitt álíka, heldur þarf hann bara að sjá þig. En ef það er ekki næg birta til þess að leyfa þetta þá þarftu að slá inn kóða, maður þarf s.s. ekki að hlaupa og kveikja ljósin til þess að aflæsa símanum. Google hefur tekið það fram að það er ekki hægt að nota mynd af eigandanum til þess að aflæsa símanum.
 • Tengiliða forritið: Það mun halda því áfram að bjóða upp á möguleikann á því að tengja vini þína á samfélagasíðum við símaskránna (Google+, Facebook, Twitter o.fl.). En því hefur líka verið breytt þannig að þú flokkað tengiliði í uppáhalds, og getur búið til möppur sem þú getur flokkað í eftir hentugleika, t.d. bestu vinir, vinnufélagar, fjölskylda o.fl. Þú getur sett þessa möppur á skjáina og einnig sett uppáhalds tengilið á aðalskjáina.
 • Vefskoðari (e. browser): Breytingar hafa verið gerðar á honum þannig að hann styður flipa, þó að hámarki 16 í einu. Vefsíður geta verið vistaðar til þess að skoða án þess að vera tengdur netinu. Þú getur líka valið beint í vefskoðaranum að fá upp heilsíðu útgáfu (desktop version) án þess að þurfa að leita að því á síðunni sem þú ert að skoða.
 • Gmail: Gmail mun núna styðja að skjágræjunni að þú sjáir tvær línur í forskoðun, og valmöguleikarnir varðandi vinnslu pósts hefur verið fært í stiku neðst í póstinum, frá því að vera efst upp í hægra horninu í valmynd. Breytt hefur einnig hvernig þú ferð á miklli pósta. Í stað þess að ýta á ör til vinstri eða hægri, þá geturðu núna dregið til vinstri eða hægri til þess að flakka á milli pósta.
 • Dagatal: Búið er að miklu leyti endurhanna notendaviðmótið þannig að þú getur núna dregið saman puttana á skjánum til þess að sjá meiri upplýsingar um viðburð, eða dregið út með puttunum til þess að minnka hversu mikið af upplýsingum þú sérð.
 • Gagnanotkun: Þú munt geta séð hvaða forrit eru að nota gagnamagnið þitt, og þá hversu mikið það er að nota það. Ásamt því að þú getur skoðað það nákvæmlega hversu mikið hvert forrit er að nota á ákveðnum tíma. Með þessu geturðu séð hvaða forrit eru stærstu gagnanotendurnir, og þá sett hámark á hversu mikið gagnamagn það má nota. Mun þetta svipa mikið til þess þú getur núna í verkefnastjórnun og batterís skoðun.
 • Myndavél: Þessi eiginleiki er örugglega sá hlutur sem hefur verið mest endurunninn af Google. Sem dæmi þá eru þetta breytingar sem hafa verið framkvæmdar: myndstöðugleiki kynntur til sögunnar í Android, bættur sjálfvirkur fókus, aukinn samvirkni við forrit varðandi deilingar á myndum, andlits fókus, víðmyndir (e. panorama), tímaskeiðs myndir (e. time lapse), og myndvinnsla í símanum sjálfum.
 • Android geisli (e. beam): Möguleikinn á því að setja síma saman og deila þannig efni, hvort sem það er myndband, mynd, vefsíða, forrit o.fl., á öruggan hátt. Eru þá síma sem eru með nálægðar kubbi (e. Near Field Communication).
Athugið að þessi listi er engan veginn tæmandi, ef þið viljið sjá tæmandi lista þá er best að kíkja á Android heimasíðuna sjálfa.
Hér er svo kynningar myndband frá Google á nýja stýrikerfinu.

Hérna er svo myndasýning af helstu breytingum í Android.
Eins og sést þá er ekki neitt lítið af breytingum sem eru að koma í næstu kynslóð af Android. En þá opnast upp stóra spurning um hvað síma munu eiga möguleikann á því að uppfæra sig? En það má búast við því að einhverjir af þeim símum sem eru komnir með Android 2.3 fá möguleikann á því að uppfæra sig í nýja stýrikerfið.
Hvaða möguleika hlakkar þér mest til? Endilega skjóttu því hérna fyrir neðan í athugasemdir.
2 replies

Trackbacks & Pingbacks

 1. […] Ekki hefur gefist mikill tími til að fara yfir þær breytingar sem hafa átt sér stað á þessu símtæki en hægt er að skoða umfjöllun okkar um Íssamlokuna (ICS) hér. […]

 2. […] 4.0 stýrikerfið, sem simon.is hefur fjallað um og fékk gælunafnið Ice Cream Sandwich, er nú handan við hornið.   Galaxy Nexus síminn […]

Comments are closed.