Motorola kynnir nýjan snjallsíma – Droid Razr
Í gær kynnti Motorola nýjan snjallsíma sem hingað til var kallaður Spyder, Droid HD en fékk á endanum nafnið Droid Razr.
Helstu eiginleikar:
- 1.2GHz dual core örgjörvi
- 4G LTE
- 1GB vinnsluminni
- 8 megapixla myndavél sem styður 1080p háskerpu upptöku
- 4.3″ AMOLED qHD skjár
- 7.1mm á þykkt – einn þynnsti snjallsími í heiminum í dag
Síminn kemur með svokölluðum Webtop möguleika sem gerir notendum kleift að tengja hann við vöggu (dock) og skoða allt efni á stærri skjá. Meðal annars verður hægt að vafra á netinu í gegnum Firefox. Bilið milli snjallsíma, spjald- og fartölva er alltaf að minnka eins og Droid Razr sýnir.
Það er nokkuð ljóst að það er ekki skortur á 4.3″ Android snjallsímum á markaðnum í dag. Motorola Droid Razr er væntanlegur á markað í nóvember allstaðar í heiminum.
Heimildir: