Símtæki ársins!

Galaxy SII á tilboði hjá N1

Þegar ég fletti blaðinu í morgun rak ég augun í augun í auglýsingu frá N1 (bensínstöðvar í eigu banka og lífeyrissjóða). Þar var flaggskip Samsung, Galaxy SII auglýstur á fínu tilboði, kr. 89.900 auk þúsund N1 punkta. (Umfjöllun Símon.is um SII)

Ef einhver þarna úti er í SII hugleiðingum þá er þetta algjörlega málið (að því gefnu að viðkomandi eigi svona N1 punkta eða þekki einhvern sem á svoleiðis). Hjá stóru símafélögunum þremur kostar síminn 110 þúsund og er þetta því ágætis afsláttur (síminn kostar 99 krónum meira í fríhöfninni).

Smáaletrið er “… á meðan birgðir endast” og hefst salan klukkan 12 í dag á N1.is. Einnig er hægt að kaupa gripinn með N1 appinu!

 

 

 

 

 

 

Þessi grein er á engan hátt kostuð af einum né neinum. Okkur á Símon.is er einfaldlega annt um okkar lesendur og viljum því benda þeim á svona tilboð þegar þau eru í gangi. Allar ábendingar um góð verð og tilboð eru þegnar.