Gagnamagnsmælir Símans

Síminn setti inn á Android Market forrit sem sýnir hversu mikið gagnamagn þú ert að nota í símanum þínum. Forritið er í einfaldari kantinum og þægilegt í notkun. Forritið sjálft er bara skjágræja (widget), þar sem þú færð núverandi stöðu varðandi hversu mikið þú ert búinn að nota í þeim mánuði. Síminn fær hrós fyrir að gera þetta aðgengilegt fyrir viðskiptavini og þeir geta því raun passað sig á því að vera nota ekki of mikið gagnamagn og fengið bakreikning vegna þess. Í staðinn fyrir það að þurfa að hringja inn eða athuga þjónustuvefinn.

Þægindin við þetta er að forritið styður við það símanúmer sem er í símanum. Því þarf ekki að skrá sig fyrir neinu og allt tilbúið þegar þú ert búin(n) að setja það upp. Forritið sýnir bæði í tölum hversu mikið er búið eða þá hlutfall af áskriftarleiðinni.

Þó forritið sé einfalt og þægilegt þá eru þó nokkrir gallar í því að hafa það svona einfalt. Til dæmis er ekki hægt að fá nánari skoðun um hversu mikið þú ert að nota ákveðin dag eða tímabil.

Forritið uppfærir sig sjálfkrafa á þriggja klukkustunda fresti, en það er hægt að ýta á síma merkið í forritinu og þá uppfærir það sig þá stundu. Því miður er ekki hægt að stilla hver tíðni á að vera á uppfærslum á forritinu. Einnig er ekki hægt að sjá hversu mikið þú ert búin að nota ákveðin dag eða tíma.

Þú getur ekki heldur sleppt því að hafa þetta sem skjágræju. Því ef þú ferð í bakendann á forritinu í gegnum valmyndina fyrir forrit þá færðu bara skjá sem stiklar á ýmsum punktum, en ekkert meir.

Pínu pirrandi að hafa enn eitt forritið í valmyndinni, og það gerir í raun ekkert annað en að taka pláss þar. Annar galli er að það er ekki tekið fram hversu mikið gagnamagn það kostar að uppfæra forritið, en vegna einfaldleika þess þá er það örugglega mjög svo takmarkað, en það gjaldfærist á þinn reikning. En stór kostur er að forritið gerir ekki greinarmun á því hvort síminn sé tengdur á 3G netið eða þráðlausu neti, það uppfærir sig óháð því.

Forritið er einungis í boði fyrir þá sem eru með áskrift, en samkvæmt bakendanum þá er áætlað að gera það nothæft fyrir þá sem eru með Frelsi. Þó bara sé tekið fram að það sé væntanlegt fyrir Frelsi, þá getum við vonandi gert ráð fyrir því að það sé líka væntanlegt fyrir Ring.

Ef þú ert í áskrift hjá Símanum þá verða önnur forrit eins og 3G watchdog óþörf, líka vegna þess að því ber ekki saman við mælingar Símans. Þú ert kominn með betri og öruggari upplýsingar um hvernig þín notkun er. Þau hjá Símanum mættu jafnvel skoða hugmyndir með að hafa ekki bara skjágræju, þá að hafa það í skjáborða valmyndinni og líka setja inn möguleikann á því að stoppa netnotkunina þegar viðskiptavinur er búinn með innifalið gagnamagn.

Frábært framtak hjá Símanum, þó það sé í einfaldari kantinum. Stærsti gallinn er ábyggilega sá að það er ekki í boði fyrir neinar aðrar gerðir af stýrikerfum en Android. Þó má setja plús í kladdann að það virkar fyrir alla síma sem eru með Android frá 1,5 og upp.  

Mælum hiklaust með að fólk fái sér forritið og nýti sé þau þægindi að hafa yfirlitið aðgengilegt þó forritið sé í einfaldari endanum.