Er kominn tími til að taka mark á Google+

Google+ hefur nú verið tekið úr beta og formlega hleypt af stokkunum fyrir nokkru síðan.  Google vill meina að þessi samskiptaþjónusta sé kominn til að vera. En hver er mælikvarðinn á hversu marktæk sú yfirlýsing er? Hið fyrsta er auðvitað umferð um þjónustuna frekar en allt annað. Máli sínu til stuðnings er notast við umferðarmælingu frá Experian Hitwise sem sérhæfir sig í að greina umferð á netinu. Samkvæmt þeirra mælingum þá hefur heimsóknum fjölgað úr 1.1 milljónum í meira en 15 milljónir heimsókna á milli vikna. Það gerir 1269% aukningu á umferð á því tímabili.

Þessi umferð er eingöngu mæld frá notendum sem koma inn í gegnum tölvur hvort það sé fartölva eða borðtölva. Semsagt hér er ekki með þeir sem notast við farsíma á borð við iPhone eða Android snjallsíma. En einnig er ekki verið að mæla þarna umferð frá tölvum sem koma inn í gegnum svarta borðann sem er efst í google ef þú ert skráður inn þar.

En umferð er ekki endilega eina mælingin sem er marktæk því notendum á Google+ fjölgar um tvær milljónir á viku sem og er kominn upp í 50 milljónir. Það er frekar gott en til samanburðar er Facebook með 800 milljón notendur. Facebook hefur vinninginn í dag en spurning er hvernig framhaldið verður, mun Google ná að ógna veldi Facebook eða mun þessi þjónusta detta upp fyrir eins og fyrirennarar hennar. Tíminn mun leiða það í ljós en Google má eiga það að þessi aukning í notkun er mikil þessa dagana og virðist vera að bæta í heldur en annað.