Windows Phone 7.5 (Mango) rúllar út

Nú geta allir Windows Phone 7 notendur tekið gleði sína þar sem nýjasta útgáfan af stýrikerfinu er byrjuð að rúlla út til þeirra. Til að uppfæra í Mango þarf að tengja WP7 síma við tölvu sem er með Zune forritinu uppsett. Sjá nánar á vefsíðu Microsoft.

Simon.is hefur verið að skoða Mango síðustu vikurnar og mun koma með umfjöllun um stýrikerfið fljótlega! Eitt það heitasta sem kemur í nýju útgáfunni er stuðningur við stafina Þ og Ð á lyklaborði símans.