Virðum þögnina

Hver kannast ekki við það að vera staddur í skólatíma, vinnufundi eða einhverju álíka, og þá hringir síminn, sem gerir mann vandræðalegri en allt.

Hægt er að fá forrit fyrir Android síma sem heitir Silent Time. Í grunninn er þetta forrit þannig að þú stillir inn tíma hvenær síminn á að vera á hljóðlaus og þá titrar hann þegar ný símtöl/skilaboð berast. Einnig er hægt er að gera undantekningar og velja að þegar símtöl berast frá ákveðnum símanúmerum á þessum tímum þá hringir síminn samt sem áður.

Forritið er frítt en hægt er að kaupa Pro útgáfu sem kostar $1,99. En það er enginn munur á milli útgáfanna. Er þetta einna helst bara á sölu til að styrkja framleiðandann, sér í lagi þar sem fría útgáfan er án auglýsinga.

Kostir:

  • Hægt að skrá liggur við endalaust af viðburðum. Getur þannig sett inn alla stundatöfluna, eða fundardagskrána.
  • Endalaust af undantekningum fyrir mikilvæga aðila.
  • Einfalt og þægilegt í notkun.
  • Engar auglýsingar.

Gallar:

  • Vantar möguleikann á því að synca dagskránna við Google dagatalið, og þannig búa til hvenær hann á að vera á hljóðlausu.
  • Þegar verið er að búa til ný atriði í Google dagatalið að þú fáir möguleika á því að haka við hvort síminn eigi að vera á hljóðlausu.

Miðað við þetta allt þá er þetta klárlega forrit sem maður verður að hafa í símanum.

Hér eru svo skjáskot af forritinu: