Tveir nýir HTC Windows Phone 7 snjallsímar

HTC kynnti til leiks tvo nýja Windows Phone 7 snjallsíma (WP7) í gær: HTC Radar og Titan, sem koma út á næstunni.

Símarnir verða útbúnir með nýjustu útgáfunni af WP7, sem er kölluð Mango (og einnig WP7.5). Það eru 500 uppfærð atriði í Mango, þar á meðal íslensku stafirnir Þ og Ð og Skype samhæfing. Simon mun skoða þessa uppfærslu í smáatriðum og fjalla um hana betur seinna. En að símtækjunum aftur.

HTC Radar er 3,8″ snjallsími með 1GHz örgjörva, 5MP myndavél og er stellið smíðað úr einum og sama álbútnum. Hönnunin er einstaklega falleg og kemur síminn í hvítum lit.

HTC Radar sem er ekki kominn útHTC Titan er 4,7″ snjallsími með 1,5 GHz örgjörva, 8MP myndavél og er aðeins 9,9 mm á þykkt. Þetta er því enginn smá sími og við bíðum spenntir eftir því að prófa að halda á svona flikki. Það er mjög áhugavert að sjá að HTC setji einkjarna örgjörva í svona massívan snjallsíma. Mögulega styður WP7 ekki tvíkjarna örgjörva enn þá. Einnig stakk okkur aðeins í augun að þrátt fyrir allt þetta skjápláss, þá er upplausnin hefðbundin (480×800). Maður hefði viljað sjá svona tröll nýta sér stærðina með hærri upplausn.

Stór og stæðilegurHægt er að fá vöggu fyrir báða símanasem er þægilegt að hafa á náttborðinu eða á vinnuborðinu.