Stórbreytingar á Flash framundan

Adobe hefur miklar breytingar í vændum fyrir nýjustu útgáfu af Flash sem við öll þekkjum. Flash er í dag notað í allt frá leikjum á leikjasíðum til þessara pirrandi vefsíðna sem poppar upp með auglýsingar með hljóði og vídjó. Nýjasta útgáfan, sem ber heitið Flash 11, mun koma með stuðning við þróun á þrívíddar forritum og leikjum. Samhliða Flash mun Adobe gefa út nýja útgáfu af Air 3 sem er þróunarumhverfi þar sem þú getur búið til forrit með sama hætti og þú myndir gera með Flash fyrir vafra. Hinsvegar myndirðu setja það upp inn á tölvu eins og hvert annað forrit. Það sem er aðallega spennandi við þessa þróun er mun hraðari keyrsla á forritum og leikjum. Adobe heldur því fram að venjuleg tví- og þrívíddarforrit fái aukningu á afköstum og hraða um allt að þúsundfalt með stuðning fyrir skjákort sem dæmi. Skoðið endilega myndböndin hér að neðan til að sjá dæmi um hvað verður hægt að gera í þessu nýja umhverfi sem Adobe boðar.