Samsung og Intel í samstarfi við nýtt Linux stýrikerfi

Tvö Linux hugbúnaðarfélög hafa tekið höndum saman við að þróa nýtt stýrikerfi fyrir farsíma og önnur tæki sem eru í samstarfi við Intel og Samsung Electronics. Aftur á móti segja sérfræðingar að nýja Tizen stýrikerfið eigi eftir að eiga erfitt með að ná nægilegri breidd í stuðningi á hönnun og framleiðslu til að geta keppt við yfir tug af öðrum farsímastýrikerfum á markaði sem Apple og Google Android í raun eiga. Meira að segja Nokia og Hewlett-Packard hafa snúið baki við sín stýrikerfi þetta árið.

LiMo Foundation og The Linux Foundation segja að nýja Tizen stýrikerfið sé open-source, standards-based hugbúnaðurkerfi sem styður margvísleg tæki þar á meðal snjallsíma, spjaldtölvur, snjallsjónvörp og upplýsinga- og afþreyingakerfi í bíla.

Samvæmt heimasíðu Tizen er fyrsta útgáfa fyrirhuguð á fyrsta ársfjórðungi 2012 og fyrsta tækið með Tizen kemur líklega á markað um mitt ár 2012.

Flestir sem hafa fylgst með þróun MeeGo spyrja sig örugglega núna: Hvað verður um MeeGo? Samkvæmt fréttatilkynningu sem Imad Sousou sendi út á heimasíðu MeeGo þá tekur hann Tizen fagnandi og yfir næstu mánuði mun hann vinna hörðum höndum að því að notendur sem og hugbúnaðarþróendur MeeGo geti á einfaldan hátt skipt yfir í Tizen. Sem sagt á næstu mánuðum mun MeeGo flytjast yfir í það að verða Tizen. Hann þakkar líka öllum persónulega fyrir að hafa tekið þátt í MeeGo síðastliðið eitt og hálft ár og hvetur alla til að heimsækja Tizen.org.