Samsung Galaxy S – Gamla flaggskipið

Samsung Galaxy S var flaggskip Samsung inn í snjallsímaheiminn og kom hann sterkur inn í baráttuna. Samsung hefur nýlega afhent flaggið til Samsung Galaxy SII en einnig kom ódýrari útgáfa sem svipar til Galaxy 1 sem nefnist Samsung Galaxy Ace. Galaxy S er nettur, léttur og fallega hannaður. Símanum hefur verið líkt við iPhone í útliti og hefur Apple kært Samsung fyrir hversu líkir þeir eru. Þetta er sími sem Allir android aðdáendur með fastar tekjur ættu að skoða þar sem hann hefur lækkað töluvert í verði eftir að Galaxy 2 kom.

Innvols
Galaxy 1 var flaggskip Samsung í næstum ár, eða þar til Galaxy 2 kom út í lok maí. Galaxy 1 er með 4 tommu skjá með 480×800 upplausn, 1GHz Intrinsity-Hummingbird örgjörva, Adreno 205 skjástýringu og 512 MB innra minni. Síminn er með ágætis 5 MP myndavél sem býður upp á sjálfskerpu (autofocus), brosskanna (smile detector)og landslagsmæli (geo-tagging). Einnig er myndavél framan á símanum fyrir myndsímtöl sem er VGA stöðluð. Síminn er útbúinn eins og helstu símarnir í dag fyrir 3G, GPS, WiFi og Bluetooth. Hönnunin er mjög þægileg, síminn er þunnur (9,9 mm) og léttur (119 g) og passar hann vel í jakka- eða buxnavasa. Ástæðan fyrir að þetta var flaggskip Samsung er sú að þessi sími inniheldur allt það helsta sem „lúxus“ farsímar hafa í dag.

Helstu fídusar
Helstu kostir símans eru helst hversu þægilegt er að nota hann, hann er viðbragðsgóður og lítur mjög smart út. Síminn kemur með stýrikerfinu Android 2.2.1 (Froyo) en hægt er að uppfæra hann í 2.3.3 (Gingerbread).

Hljóð og mynd
Myndavélin er með 5 megapixla upplausn eins og hægt er að fá úr mörgum öðrum módelum Galaxy seríunnar.  Myndavélin býður upp á snerti-fókus þannig nóg er að snerta á skjáinn þar sem á að fókusa og lagar hún sig að því. Síminn tekur vídeo upp í 720p háskerpu sem koma mjög vel út í áhorfi. Það vantar þó flass fyrir myndavélina á Galaxy S1 símanum sem skemmir fyrir.

Mikilvægustu hlutirnir
Það er samt frekar leiðinlegt að komast upp í slóðarstikuna, einnig að leita án leitartakka sem er á flestum öðrum Android símum. Skjárinn er passlega stór til að  maður lendi ekki í vandræðum þegar það kemur að því að vafra.
Þó er hægt að finna margt gott í viðmótinu, lítil tilgangur hefur verið í flestum Samsung forritunum sem fylgja símanum þar sem betri forrit er oftast hægt að finna á markaðnum.Það er 1500 mAh rafhlaða í símanum, sem er venjan í dag og eru flestir snjallsímar með slíka rafhlöðu. Eins og á við um alla snjallsíma í dag getur batterí-eyðslan verið gríðaleg fyrstu dagana en mikilvægt er að koma sér upp forritum sem hjálpa manni að fylgjast með batterí-notkuninni. Það þarf einnig að passa að síminn gleymist ekki á Wifi eða GPS, sem getur eyðilagt skemmtikvöld í miðbænum með því að tæma batterýið á örstund.

Niðurstaða
Samsung Galaxy S er fyrsti síminn sem mig hefur virkilega langað í eftir að ég datt inn í Android heiminn. Næsti sem ég gæti hugsað mér er Samsung Galaxy SII, en miðað við verðið á Galaxsy S1 er ég hæst ánægður með hann. Stærðin á símanum er fullkomin, hann passar vel í hendi og það fer ekki of mikið fyrir honum í vasanum. Það er ótrúlega þægilegt að geta gripið í símann við mismunandi aðstæður hvort sem það er að greina hvaða lag er í gangi, athuga á IMDB, Googla eitthvað eða spila engisprettu hljóð til að gera vandræðalega þögn vandræðalegri. Aðal atriðið við þessa hluti er að geta gert þá hratt sem þessi sími gerir. Við komu Samsung Galaxy S2 hefur S1 módelið lækkað í verði og er í dag á um 70-80 þúsund krónur, jafnvel enn minna ef þú átt leið í gegnum Leifsstöð.Síminn er þó ekki gallalaus eftir að hafa verið með hann í 3 mánuði fór hann inn í  einhverja villu loopu og fór að resetta sig. Eftir að hafa núllstillt símann og sett hann upp aftur gerði hann nákvæmlega sama og varð það orðið það slæmt að eina sem hægt var í raun að gera var að hringja úr honum. Síminn fór í viðgerð til umboðsaðila og var mér tjáð að viðgerðin tæki 1-2 vikur, eftir að hafa googlað þetta vandamál og kynnt mér reynslu annara komst ég að því að þetta væri mjög algengt vandamál, sem fælist annaðhvort í útskiptingu á síma eða uppfærslu á hugbúnaðinum. En lífið varð aftur gott þegar síminn kom til baka frá þeim með Firmware 2.3.3 og batteríendingin þvílíkt góð, úr tæpum sólarhring í rúma tvo sólarhinga.

 

Sjá nánar:

GSMArena

 

Simon.is gefur Galaxy S 7,0 í einkunn af 10 mögulegum.

Simon.is á fleiri miðlum