Paper Camera
Hér er á ferðinni nýtt og sniðugt myndavélaforrit fyrir Android og iOS sem gerir þér kleift að fanga augnablikin í þínu umhverfi á mjög stílíseraðan hátt. Forritið býður þér upp á að skoða umhverfi þitt með 11 mismunandi teiknimyndaeffektum í rauntíma. Einnig er hægt að fínstilla birtuskil, birtu og útlínur. Uppfærsla er í vinnslu á forritinu og er stuðningur við flass, framhliðsmyndavél og jafnvel hreyfimyndatöku væntalegt. Forritið kostar lítið sem 1,19 pund á Android market og er boðið upp á endurgreiðslu ef notandi finnur einhverja hnökra á því.