Nýja Amazon Kindle Fire spjaldtölvan kostar aðeins $199
Amazon blandaði sér á spjaldtölvumarkaðinn í dag þegar þeir kynntu Amazona Kindle Fire. Hingað til hefur Amazon aðeins selt Kindle rafbókarlesara með svarthvítum “e-ink” skjá en bjóða nú upp á spjaldtölvu sem keyrir á Android stýrikerfinu og skartar 7″ litaskjá. Það ótrúlegasta við Kindle Fire er verðið – $199 sem er um 24.000 kr.
Kindle Fire er kannski ekki sambærileg við iPad 2 frá Apple því innvolsið í Amazon töflunni er alveg í samræmi við verðið. Það er engin myndavél, það er ekki hægt að tengjast 3G eða í gegnum bluetooth og geymsluplássið er aðeins 8GB. Geymsluplássið skiptir kannski minna máli í dag heldur en það gerði fyrir nokkrum árum síðan því mikið af tækjum í dag tengjast skýþjónustum sem er einmitt það sem Amazon hefur einblínt mikið á að undanförnu. Allt efni sem þú kaupir frá Amazon er geymt á netinu, eða í skýinu.
Helstu eiginleikar:
- Android 2.3 stýrikerfi
- 7″ skjár gorilla glass skjár
- 1024×600 skjáupplausn
- 1GHz TI OMAP 4 Dual core örgjörvi
- 512mb minni
- 8 GB geymsupláss
- Wi-Fi (b/g/n)
- 8 tíma rafhlöðuending
- 11,4mm á þykkt og 414 grömm á þyngd
http://www.youtube.com/watch?v=BuOU4D1o9Ts
Trackbacks & Pingbacks
[…] greindum frá því fyrir nokkrum vikum síðan að Amazon Kindle Fire spjaldtölvan væri væntanleg og nú er hún loksins komin í sölu. Verðið á Kindle Fire er […]
[…] Shared Nýja Amazon Kindle Fire taflan kostar aðeins $199. […]
Comments are closed.