Nýja Amazon Kindle Fire spjaldtölvan kostar aðeins $199

Amazon blandaði sér á spjaldtölvumarkaðinn í dag þegar þeir kynntu Amazona Kindle Fire. Hingað til hefur Amazon aðeins selt Kindle rafbókarlesara með svarthvítum “e-ink” skjá en bjóða nú upp á spjaldtölvu sem keyrir á Android stýrikerfinu og skartar 7″ litaskjá. Það ótrúlegasta við Kindle Fire er verðið – $199 sem er um 24.000 kr.

Kindle Fire er kannski ekki sambærileg við iPad 2 frá Apple því innvolsið í Amazon töflunni er alveg í samræmi við verðið. Það er engin myndavél, það er ekki hægt að tengjast 3G eða í gegnum bluetooth og geymsluplássið er aðeins 8GB. Geymsluplássið skiptir kannski minna máli í dag heldur en það gerði fyrir nokkrum árum síðan því mikið af tækjum í dag tengjast skýþjónustum sem er einmitt það sem Amazon hefur einblínt mikið á að undanförnu. Allt efni sem þú kaupir frá Amazon er geymt á netinu, eða í skýinu.

Helstu eiginleikar:

  • Android 2.3 stýrikerfi
  • 7″ skjár gorilla glass skjár
  • 1024×600 skjáupplausn
  • 1GHz TI OMAP 4 Dual core örgjörvi
  • 512mb minni
  • 8 GB geymsupláss
  • Wi-Fi (b/g/n)
  • 8 tíma rafhlöðuending
  • 11,4mm á þykkt og 414 grömm á þyngd

 

http://www.youtube.com/watch?v=BuOU4D1o9Ts

Amazon segja að það verði innbyggður email client og stuðningur fyrir Office skjöl. Vafrinn á Kindle Fire kallast Amazon Silk og mun hann tengjast skýþjónustu Amazon til að auðvelda vinnslu vafrans. Þetta lítur því ákaflega vel út sem ódýr Android tafla fyrir þá sem leggja ekki í verðið á iPad 2 eða hinum Android töflunum á markaðnum.
Hinn klassíski Amazon Kindle rafbókarlesari fékk líka uppfærslu í morgun og fæst nú í þremur útgáfum:
Kindle ($79), Kindle Touch ($99) og Kindle Touch 3G($149). Þeir tveir síðast nefndu eru með snertiskjá.

Mynd: Gizmodo

Heimildir:
2 replies

Trackbacks & Pingbacks

  1. […] greindum frá því fyrir nokkrum vikum síðan að Amazon Kindle Fire spjaldtölvan væri væntanleg og nú er hún loksins komin í sölu. Verðið á Kindle Fire er […]

  2. […] Shared Nýja Amazon Kindle Fire taflan kostar aðeins $199. […]

Comments are closed.