Nokia N9 væntanlegur til Íslands!

Hátækni tilkynnti í morgun að Nokia N9 sé væntanlegur til landsins á næstu vikum.

http://www.youtube.com/watch?v=gfE3B6L-Otw

Þessi sími er sá fyrsti á Íslandi sem er ekki með valmyndartakka heldur er einungis smellt á skjáinn og rennt yfir hann til þess að opna valmyndina. Síminn keyrir á MeeGo stýrikerfinu sem er samstarfsverkefni Intel og Nokia. Aðrir eiginleikar eru 3,9 tommu AMOLED skjár, 8MP myndavél með Carl Zeiss-linsu,  1GB vinnsluminni, 1GHz örgjörvi, 64GB geymsluminni, GPS-stuðningur með Ovi Maps frá Nokia og NFC stuðningur (near field communication).

NFC tæknin einfaldar fólki að tækjum að tengjast saman einfaldlega með því að láta þau snertast. Þannig er hægt að tengja þau saman þráðlaust og senda gögn á milli. Talið er að þessi tækni muni ná vinsældum í Bandaríkjunum á næstu mánuðum til þess að einfalda greiðsluþjónustu. En það sem hljómar áhugaverðast fyrir leikjanörda er að sérstök útgáfa af Angry Birds verður fáanleg á Ovi Store sem mun nýta sér NFC tæknina!

Að sjálfsögðu verður hægt að sækja öll helstu og vinsælustu snjallsímaforrit eins og Skype, Facebook, Twitter og fleiri á Ovi Store.

Síminn fer í sölu á næstu vikum að sögn Hátækni og hægt er að forpanta símann með því að smella hér. Við fyrstu sýn lítur síminn mjög vel út og það verður spennandi að fá að hann í hendurnar á næstu vikum.

Mynd: Hátækni

Heimild