Lumman.is

Þar sem enski boltinn er að ríða á vaðið höfum við ákveðið að taka fyrir nokkur forrit sem auðvelda allt áhorf og auka skemmtanargildið i kringum boltann. Fyrsta forritið sem við ákváðum að taka fyrir var Lumman.is.

Í Lummunni getur þú skoðað samansafn af fótbolta fréttum sem hafa verið safnað saman af Íslenskum miðlum auk þess að geta fylgst með úrslitum þeirra leikja sem eru í gangi á hverjum tíma. Eins og stendur safnar appið saman fréttum af mbl.is, visir.is, fotbolti.net, sport.is. Við erum mjög ánægðir með að Íslendingar séu að vinna að forritum sem taka á hinum ýmsu hlutum og þar sem margir af okkur eru forfallnir knattspyrnu aðdáendur fögnum við þessu forriti.

Appið gerir þér einnig kleift að fylgjast með úrslitum leikja í rauntíma sem er vinsælt meðal þeirra sem geta ekki endilega horft á leikinn eða eru fastir á einum leik en hafa áhuga á gangi mála í öðrum leikjum.

Helsti gallinn sem við fundum við þetta forrit var að ekki er hægt að sjá hverjir það eru sem skora, eða önnur smáatriði í hverjum leik fyrir sig, aftur á móti kemur fréttaveitann á móti því og ættu helstu upplýsingar að finnast þar

Höfundar Lummunar eru þeir sömu og gerðu leggja.is, þ.e.a.s. Stokkur.is. Appið er eingöngu fáanlegt á Android eins og er en það er væntanlegt á iOS.