Leikur hásætanna

Leikur hásætanna eða Game of Thrones eins og þættirnir eru kallaðir í bransanum eru byggðir á sögu George R.R Martin, A Song of Ice and Fire. Bækurnar verða 7 í heildinna en 5 hafa komið út eins og er, vonandi er Gerorge með heilsu í að klára seríuna en hann lítur ekki út fyrir að vera sá heilbrigðasti í geiranum. Allavega, ég ætla að hætta að vera svartsýnn og vona bara það besta og leiða ykkur að því vandamáli sem getur skapast þegar sjónvarpsþættir eru gerðir eftir svona stórum epískum sögum. Í bókunum kemur óhemju mikið af persónum fram, margar fjölskyldur, mörg héröð, lönd, svæði og kennileiti sem aðstoða lesandann við að teikna sér mynd af sögunni. Magnið af nöfnum er það mikið að vandamál geta skapast þegar lesandinn er kominn á bók 5 og ætlar að fara að fylgjast með þáttunum í sjónvarpinu. Appið sem um ræðir hér er ætlað til að aðstoða við að leita upp nöfn á persónum, stöðum, húsum og getur jafnvel skellt upp korti af svæðunum.

Appið getur hjálpað manni að fylgjast með bæði sjónvarpsþáttunum og bókunum. Eitt mjög sniðugt sem er hægt að velja um eru ‘Spoiler settings’ en þar er hægt að stilla hvað maður er búinn að lesa eða horfa á mikið og þá breytir appið hvað það sýnir manni til þess að skemma ekki neitt fyrir.

Sem mikill áhugamaður um þessa sögu og því sem henni fylgir hefur þetta app gagnast mér mjög vel.

Í nýjustu útgáfu appsins er bætt við upplýsingum úr nýjustu bókinni, A Dance with Dragons, IMDB síðum leikaranna. Auk þess var bætt við persónum sem vantaði í appið og persónur teknar út og sameinaðar sem voru inni oftar en einusinni.

Á Android kostar forritið 3.99$ en á iOs er það 2.99$.

Þó ég sé ekki iOs notandi get ég auðveldlega sagt að þar hafi forritið yfirburði fram yfir Android, hönnuðurinn virðist vera að einbeita sér að uppfærslum á þeirr útgáfu. Nýjasta uppfærslan á iOs kom út 12. september á meðan Android útgáfan kom út 25. júní. Spurningin er hvort að Android fylgi ekki bráðlega.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ná í fyrir iOs

Ná í fyrir Android

 

Simon.is á fleiri miðlum