Imbagláp hvar sem þú ert

Skjár einn hefur nú sett í gang Netfrelsi sem er þjónusta að horfa á þáttaúrval Skjás eins hvar sem þú ert í gegnum heimasíðu.  Skjár einn notast við JW Player sem er spilari sem styður að keyra sem HTML 5 eða Flash spilari í gegnum heimasíðuna. Spilarinn athugar reglulega hversu hröð tengingin er hjá þér og spilar ef nettenging leyfir video í hærri gæðum en dettur í minni upplausn ef hraðinn dettur niður til að tryggja hnökralaust áhorf á þáttum. Við fyrstu skoðun þá virkar þessi þjónusta mjög vel ef þú ert á heimatengingu en það sem er áhugaverðara er að tengjast og horfa yfir 3g tengingu í farsíma. Þá ertu í raun kominn með alla þætti sem eru í sýningu á skjá einum í vasann og getur horft hvar og hvenær sem er. Þessi nýjung er mjög vel þeginn og alveg klárlega sett fram í þeim breytta heimi þar sem tölvur og símar eru farnir að taka  meiri tíma frá reglulegu sjónvarspáhorfi. Einnig mætti sjónvarpið taka sér þetta til eftirbreytni en sjónvarpsútsendingar þeirra virka ágætlega í tölvum yfir netið en fara mjög illa í nýjum snjallsímum.

Hægt er að skoða myndbrot úr þáttum hérna til að sjá hvernig þættirnir spilast í gegnum þessa nýju þjónustu með því að smella brot úr næstu þáttum.

Þjónustan hefur virkar snuðrulaust í prufum hjá okkur og eiga starfsmenn skjás eins hrós skilið fyrir flotta framsetningu. Eitt vantar þó en það er að síðan hafi sér snið fyrir snjallsíma þú ert að skoða síðuna í farsíma myndi auka þægindin við notkun á þessari þjónustu. App frá þeim fyrir snjallsíma væri líka vel þegið. Við prufun þá virkaði spilun snuðrulaust í Android snjallsímum, töflutölvum, iPad og iPhone. Okkur tókst reyndar að prufa þessa þjónustu í síma með Windows Mango uppfærslunni en það virkaði ekki sem skyldi þegar það var reynt. Það getur hafa verið vandamál við símann og þessa nýju uppfærslu en við eigum eftir að prufa það aftur seinna.