FotMob – Fylgstu með boltanum um allan heim!

Við höldum áfram að fjalla um fótboltaforrit fyrir farsíma.

Í þetta skiptið ætlum við að fjalla um Fotmob, sem gerir notanda kleift að fylgjast með sínum liðum í nánast hvaða deild sem er. Þetta er mjög sniðugt forrit til að fylgjast með stöðunni í boltanum um allan heim.

Það eru til tvær útgáfur af forritinu, frí útgáfa með auglýsingum og auglýsingalaus „gull“ útgáfa sem þarf að greiða fyrir. Keypta útgáfan býður einnig upp á push notifications og spjall, en að öðru leyti er munurinn lítill.

Þegar forritið er ræst í fyrsta skiptið velur notandinn sér deild(ir) til að fylgjast með og hefur þá  lista yfir allar deildir heims (svona nánast). Þegar appið er ræst eftir það koma upp 5 valmöguleikar neðst á skjánum auk þess birtast úrslit úr þeim deildum sem notandi hefur valið.

Hægt er að fara í ‘Table’ og skoða þar stöðu þeirra deilda sem notandinn hefur valið til að fylgjast með. Appið leyfir þér að velja uppáhaldsliðið þitt og aðstoðar þig við að fylgjast með leikjum þess liðs. Þegar ‘Menu’ er valið inni í ‘Table’ er hægt að sjá lista yfir þá markahæstu í deildinni.

‘Round’ leyfir þér að sjá hvenær næstu leikir eru, dagsetning og tímasetning, og er þá hægt að spóla í gegnum allt tímabilið.

‘News’ leyfir þér að fylgjast með og fara yfir fréttir úr fótboltanum sem fengnar eru frá BBC sports.

‘More’ leyfir þér að breyta stillingum í appinu, breyta útlitinu, skoða uppáhaldsliðin þín, og einnig er hægt að kaupa forritið þar ef auglýsingarnar bögga þig mikið.

 

Þetta er snilldar forrit sem leyfir þér að fylgjast með öllum helstu deildum heims, mæli með þessu appi fyrir alla aðdáendur boltans. Það er klárt mál að ég mun nota þetta grimmt við að fylgjast með deildunum í vetur.

Iphone

 

 

 

 

 

 

 

Android

 

 

 

1 reply

Trackbacks & Pingbacks

  1. […] í þeim íþróttadeildum sem ég vil fylgjast með. Ég hef reynt nokkur öpp og þá seinast Fotmob sem átti til við að lenda í einhverjum […]

Comments are closed.