Hlustuðu á Eurovision í símanum í Perú: Ferðasaga
Converter
Fyrst ber að nefna verkfærið sem ég notaði líklega hvað mest, myntbreytan. Gríðarlega þægilegt app, sérstaklega til að byrja með, meðan maður lærir á nýjan gjaldmiðil.
Ég hef prufað nokkur svona öpp og finnst þetta það þægilegasta sem ég hef fundið. Uppsetningin á appinu er mjög góð og öll notkun frekar auðveld og þægileg. Auk þess að segja manni hvað einn útlenskur peningur jafngildir mörgum íslenskum, þá er hægt að nota appið til að umbreyta öllum heimsins mælikvörðum. Sem sagt alhliða “converter” app.
Google maps
Það er algjört möst að nota Google maps á ferðalögum erlendis, rati maður ekki fullkomlega. Það eykur einfaldlega ánægjuna af ferðalaginu.
BlogPress
BlogPress appið virkar með öllum helstu bloggveitum (fyrir utan Moggabloggið) eins og Blogger, WordPress, Livejournal, tumblr., Windows Live Spaces og svona má áfram telja.
BlogPress kostar $2.99 í App Store – sjá hér
Heimasíða framleiðandans
Photo Lab
Þetta er ágætlega sniðugt forrit. Ekkert endilega það besta, ég hef hreinlega ekki lagt mikið upp úr því að finna góð ljósmyndaforrit fyrir símann. Þetta hef ég átt í nokkurn tíma og það dugar mjög vel til að skerpa á myndum sem ég hef tekið og ætla að birta á Facebook eða blogginu. Með einum smelli leiðréttir forritið sjálfkrafa birtuna, litina og fleira og gerir myndina einhvern veginn skýrari og flottari. Það skemmir ekki fyrir að þetta tekur bara örfáar sekúndur.
Internet RadioBox
Það er ekki hægt að segja að ég hafi notað þetta forrit sérstaklega mikið í ferðinni. Engu að síður notaði ég það og það sem meira er, það kom sér gríðarlega vel.
Kvöldið sem íslendingar tóku þátt í undanriðli Eurovision vorum við ferðalangar í fyrrnefndri 20 klst. rútuferð. Dömurnar höfðu mikinn áhuga á að hlusta á Eurovision á meðan við strákarnir héldum coolinu og vildum ekkert af Eurovision vita. Í rútunni var boðið upp á þráðlaust net þannig að ég reif upp símann, stillti á Rás 2 og leyfði stúlkunum að hlusta. Ég verð að viðurkenna að þetta var frekar töff, að taka upp símann í rútu langt upp í Andersfjöllum í einhverju þriðjaheimsríki og stilla á Rás 2 eins og ekkert væri sjálfsagðara.
Viber
Það sem ég myndi vilja bæta við er að einfaldlega að leggja áherslu á hversu mikil snilld það var að taka upp símann á “Wi-fi zone” og hringja frítt í félagana á Íslandi, svo ég tali nú ekki um hversu ótrúlega góð hljómgæðin eru. Þetta app er skyldueign.
Forritið er frítt í App Store – sjá hér
og Market – sjá hér
Foursquare
Foursqare var í mínum huga upphaflega eitthvað djók. Svo fattaði ég allt í einu að þetta er býsna magnað app sem getur auðveldað manni lífið.
Fyrir þá sem ekki þekkja er þetta app sem maður notar til að “tékka sig inn” á tiltekna staði (í raun hvar sem fólki dettur í hug). Sem dæmi má nefna að ég tékkaði mig inn á veitingastaðinn X í Lima, höfuðborg Perú, og fékk um leið meldingu frá einhverjum sem hafði verið þarna áður og mælti sérstaklega með heilsteikta naggrísnum (þetta er án gríns réttur á mörgum veitingahúsum). Svo kom appið sér líka vel þegar við ákváðum eitt kvöldið að borða sushi. Ég fletti því einfaldlega upp hvaða staðir í nágrenninu seldu sushi og hvað fólk sagði um staðina. Við enduðum á að borða eitt besta sushi sem við höfum smakkað, svo gott að við borðuðum þarna aftur kvöldið eftir.