Álíka ávanabindandi og heróín? Leikur sem stelur frá þér tíma

Flight control eða flugumferðarstjórn, heitir leikurinn sem þú þarft að prufa. Leikurinn er mjög einfaldur, virkilega ávandabindandi og ótrúlega skemmtilegur. Það er eitthvað við þessa einföldu þrautaleiki sem maður stenst ekki.Tilgangur leiksins er að vera flugumferðarstjóri og stýra allskonar flugvélum og þyrlum til lendingar ásamt því að gefa þeim leyfi til að taka á loft.
Í upphafi hvers borðs er þetta á rólegu nótunum og frekar auðvelt. Fljótlega fer þó vélunum að fjölga og þá reynir á skipulagshæfileikana og að standast pressuna.
Það þarf annars ekki að eyða mörgum orðum í leikinn. Ég mæli með því að þú fjárfestir í honum, þú munt ekki sjá eftir einni krónu.
Leikurinn kostar $2.99 í Android tæki (tæplega 350 krónur) og $0.99 eða rúmar 110 krónur í iOS tæki (iPhone, iPad og iPod touch).Sem klósettafþreying hentar leikurinn mjög vel á flestan hátt. Gallinn er þó sá að maður á það til að sitja heldur lengi. Maður þarf því að hafa ákveðinn klósett-aga til að eyða ekki óvart hálfum deginum sitjandi á postulíninu spilandi tölvuleik í símanum. Síminn fær 3 klósettstjörnur af 5 mögulegum. Dreg hann niður um eina stjörnu þar sem ein umferð í leiknum er helst til of löng með tilliti til klósettferðar.Leikurinn er til fyrir allskonar síma og tölvur, meðal annars Blackberry.
Sjá nánar á heimasíðu framleiðandans.
http://firemint.com/flight-control-choose-your-landing-platform/

App Store

http://itunes.apple.com/us/app/flight-control/id306220440?mt=8

 

Android market

https://market.android.com/details?id=com.namcowireless.flightcontrol