Super KO Boxing 2

Super KO Boxing 2

Android

Android

iPhone

iPhone

 

 

 

 

 

 

Þeir sem muna eftir gamla góða Mike Tyson’s Punch Out fyrir gömlu Nintendo geta nú glaðst. Greinarhöfundur rakst um daginn á þennan leik og er ekki hægt að segja að hann valdi vonbrigðum. Í leiknum stýrir maður boxara og reynir að sigra hina ýmsu skemmtilegu andstæðinga.

Þarf maður annarsvegar að kýla andstæðinginn eða forðast þau dauðlegu combo sem óvinirnir gera. Leikurinn heldur þema Punch Outs með skoplegum andstæðingum sem er hver öðrum erfiðari. Ending leiksins er mjög góð vegna þess hve erfiður hann er og þann mikla fjölda andstæðinga sem eru í boði. Eftir að hafa spilað hann í nokkurn tíma get ég ekki annað sagt en að hann sé algjör snilld. Hljóð, grafík og afspilun fær toppeinkunn.

Leikurinn er til fyrir Android og iPhone.