ScummVM, ávísun á nostalgíukast!

Monkey Island 2, Full Throttle og Day of the Tentacle eru leikir sem eiga stað í hjarta flestra eldri leikjaunnenda. Til er (mis)auðveld leið til að spila þá á snjallsímunum og eru þeir merkilega þægilegir í spilun sé skjárinn ekki of lítill.

ScummVM er forrit sem leyfir þér að spila þessa og alla hina gömlu góðu „point-and-click“ tölvuleikina á öðrum stýrikerfum en þeir voru smíðaðir fyrir. Forritið er til fyrir mörg stýrikerfi, þar með talið Android, iPhone og iPod Touch! Því miður krefst ScummVM þess að iPhone og iPod Touch græjurnar séu „jailbroken“ en hér er lesning um iOS jailbreak fyrir þá sem ekki vita hvað það er.

Til að geta spilað þessa leiki í símanum þarftu að eiga leikinn og afrita skrárnar inná símann. Næst er ScummVM forritið ræst og því bent á hvar leikjaskrárnar eru geymdar. Þetta er mjög einfalt á Android tækjum en á iPhone er þetta aðeins flóknara vegna þess hve læst stýrikerfið er. Finna má leiðbeiningar hér.

Kíkið til Íslands í Indiana Jones and the Fate of Atlantis, eltist við brjóstgóðar konur í Leisure Suit Larry eða keppið við vinina í hinum geggjaða Jones in the Fast Lane!

ScummVM fyrir Android. Afritið skrána yfir í símann og notið app eins og Astro File Manager til að installa.

ScummVM fyrir iPhone og iPod Touch. Leiðbeiningar til að setja upp eru hér.

Listi yfir alla þá leiki sem ScummVM styður.