Samsung slefar þriðja Google símanum

Erum við að fá nýjan Google síma?

Lögfræðingar Samsung sendu á dögunum áhugamanni viðvörunarbréf um að ef hann skilaði ekki inn hugbúnaði í þeirra eigu, sem lak á netið, myndi hann lenda illa í því. Hugbúnaðurinn sem um ræðir er talinn vera tilvonandi stýrikerfi þriðja og næsta Google símans; Nexus Prime, sem í annað skiptið í röð er framleiddur af kóresku snillingunum hjá Samsung.

Google Nexus Prime er talinn vera fyrsti síminn á markaðinum sem mun keyra á Android Ice Cream Sandwich (4.0) og skarta 4,5″ super amoled skjá (sama tækni og keyrir skjáinn hjá Samsung Galaxy S2) með öflugan 1,5 Ghz tvíkjarna örgjörva fyrir dúndur góða vinnslu. Síminn er loðaður við október í útgáfu, en það eina sem er í loftinu í dag eru orðrómar líkt og samstarf með graffíklausnir nVidia, NFC (Near Field Communication) stuðningur og Face Recognition, sem hljómar allt ótrúlega vel, en skal taka með fyrirvara.

Okkur öllum til yndisauka fylgir bréfið frá lögfræðingnum greininni hér að neðan.

 

Lögfræðibréf frá Samsung

 

Heimildir:

Geek.com