Samsung Galaxy SII 9100 (Uppfært með video)
Seinustu árin hef ég haft gaman af ýmiskonar snjallsímum, þá helst Nokia á sínum tíma og svo seinna meir Blackberry og álíka símum. Á þeim tíma ef mér hefði verið réttur Samsung sími þá hefði ég hlegið á meðan ég miðaði símanum í átt að ruslafötunni. Í dag er við með í höndunum Samsung Galaxy SII og ég get alveg lofað að hann fær ekki slíka meðferð sem körfubolti. Síminn er kominn í verslanir á Íslandi en haft er eftir einum búðareiganda að þessi sími haldist ekki í hillum í dag og seljist upp nánast um leið. Ef eitthvað er eftir að Samsung tók Android upp á sína arma þá hafa símtæki þeirra og græjur eins og Samsung taflan verið með þeim mest spennandi sem finnast á markaðnum.
Hvað er það helsta sem þú færð með þessum síma. Til að byrja með 1,2 ghz tvíkjarna örgjörvi sem er sá kraftmesti sem fæst í dag í síma og það með einu gígabæti í vinnsluminni þá er þetta skrímsli þegar kemur að vinnslu. Átta megapixla myndavél með flassi aftan á vélinni og tveggja megapixla myndavél að framan fyrir video símtöl sem ég veit ekki til að neinn noti enn sem komið er þó svo að símkerfin styðji slíkt. 4,3 tommu skjár sem er með því stærsta sem þú finnur í dag.
Galaxy SII síminn er næsta útfærsla af hinum sívinsæla Galaxy S símanum sem vann til nokkurra verðlauna fyrir hönnun og það er ekki hægt annað en að dást af þessum síma fyrir hvað hann er þunnur en hann er 8.49 mm að þykkt, fyrir utan smá bungu neðst á símanum fyrir hátalarann og annað eins fyrir þar sem linsa myndavélarinnar er staðsett. Einnig fer hann vel í hendi sem kemur á óvart miðað við hvað hann er breiður. 4.3 tommu skjárinn notast við Super AMOLED plus skjátækni sem er að skila góðri dýpt í litum og er alveg gríðarlega skýr. Það sem er nýtt við þessa “plus” skjátækni er m.a. það að síminn kveikir hreinlega ekkert ljós á þeim dílum sem eiga að vera svartir og skilar það meiri skerpu og betri batterísendingu.
Það reyndar er erfitt að segja vel frá hversu skýrar myndirnar eru í þessum texta en ég er ekki frá því að myndir skoðaðar í símanum og annars vegar á tölvuskjá þá virðist síminn hafa vinninginn. En hvað með rafhlöðuendingu á svona síma, er ekki skjárinn orkusuga? Já og nei myndi ég segja. Fyrstu dagarnir með símanum fóru í að prufa allt sem hægt var að prufa á honum og þá varð rafhlöðuendingin þannig að hann rétt náði að klára daginn.
Eftir sem áður að notkunin varð eðlileg og ýmsir eiginleikar eins og google maps var bara keyrt upp þegar maður þurfti á því að halda og önnur forrit, þá fór síminn að endast daginn og vel það. En svona snjallsímar hafa enn sem komið er þann galla að rafhlöður munu venjulega bara endast daginn ef maður notar hann eitthvað af viti. Einnig verður gríðarleg breyting þegar slökkt er á 3G tengingu símans og notast er við eldri gagnaflutnings aðferðir.
En skulum nú skoða örgjörvann og notendaviðmótið, 1,2 ghz tvíkjarna örgjörvinn þýðir að síminn er gríðarlega öflugur og étur erfiðustu verkefnin sem ég hef lagt fyrir hann án þess að svitna. Notendaviðmótið er áþreifanlega þýtt í meðhöndlun með þennan kraft undir húddinu og aldrei hef ég tekið eftir neinum hægagangi á þessum síma.
Síminn kemur með sitt eigið notendaviðmót frá Samsung sem kallast Touchwiz 4.0 sem er alveg ágætt og virkar sem slíkt en það að geta raðað gluggum betur myndi bæta mikið og læsingarskjárinn er frekar leiðinlegur miðað við margt sem aðrir framleiðendur hafa gert fyrir Android síma. Þó svo að skilaboð og símtöl sem ekki hafa verið svarað koma greinilega upp þá er hann ekki spennandi eins og sem dæmi á nýjustu HTC símunum sem notast við Sense 3.0 notendaviðmótið. En hægt er að laga það með að sækja sér annað notendaviðmót gegnum Android markaðinn en það er efni utan við þessa umfjöllun og verður tekið fyrir í annarri grein seinna meir.
Myndavélin sem slík er einnig sú besta sem ég hef komist í á síma og hugbúnaðurinn sem Samsung setur með býður upp á nánast allar stillingar sem þarf til að ná góðri mynd eins og t.d. stilla ISO, birtu og margt fleira. Myndbandsupptaka er einnig gríðarlega fín jafnvel þegar upplausnin er keyrð upp í 1080p háskerpu. Hér til hægri má sjá mynd sem tekinn var með myndavélinni í þessum síma.Vafrinn sem kemur með er einnig að skilasíðum vel af sér og þegar skjárinn er orðinn svona stór eins og er í þessum síma þá er ekki hægt að segja að það sé erfitt að lesa yfir síður sem eru ekki hannaðar fyrir síma. Hint, hint, vínk. vink, vísir punktur is.Samsung bíður upp íslenskt viðmót á þessum síma en það er orðið innbyggt í nánast alla Android síma í dag.
En hver er niðurstaðan? Samsung Galaxy S II er líkast til besti snjallsíminn á markaði í dag að mínu mati. Hann er nettur, kraftmikill og stílhreinn. Jafnvel þó svo að plastið á bakhliðinni fari smá í mig þá er það lítið mál að líta framhjá því þegar allt annað er framúrskarandi við þennan síma. Þessi sími er fyrir hvern sem er sem vill fá gott notagildi úr símanum og ég myndi hiklaust velja þennan síma í dag úr þeim sem eru á markað þó svo að hann sé í dýrari kantinum.
Simon.is gefur Galaxy SII 8,0 af 10 mögulegum í einkunn.
Trackbacks & Pingbacks
[…] S2 lifir enn góðu lífi og var auðvitað sími ársins hjá Simon 2011. Hann er enn að fá uppfærslur og er á fínu verði hjá nokkrum söluaðilum. […]
[…] um helgina verður Samsung Galaxy SII, sem fékk einkunnina 8,0 hjá okkur, á tilboðsverði í verslunum Vodafone og Buy.is. Hann mun kost 69.990 krónur á báðum […]
[…] staðfesti nýlega að síminn mun fá Jelly Bean uppfærslu sem lengir lífið talsvert í honum. Hér er hægt að lesa okkar umfjöllun. Síminn er á 80 þúsund krónur hjá flestum aðilum hér á […]
[…] er búið að staðfesta að Samsung Galaxy SII og Galaxy Note munu fá uppfærslu í Android 4.1.1. Þessir tveir símar eru þeir fyrstu sem fá […]
[…] Þegar ég fletti blaðinu í morgun rak ég augun í augun í auglýsingu frá N1 (bensínstöðvar í eigu banka og lífeyrissjóða). Þar var flaggskip Samsung, Galaxy SII auglýstur á fínu tilboði, kr. 89.900 auk þúsund N1 punkta. (Umfjöllun Símon.is um SII) […]
Comments are closed.