Android eigendur geta glaðst þar sem að leikurinn Plants Vs. Zombies er loksins fáanlegur. Leikurinn kom út á iOS í febrúar 2010 og hafa Android menn beðið lengi eftir komu hans. Fyrir þá sem ekki vita er Plants Vs Zombies einn vinsælasi klósettferðafélagi Iphone eigenda. Leikurinn er einskonar Tower Defense leikur og er markmið leiksins að setja niður plöntur til varnar uppvakningum sem reyna í hrönnum að ráðast á mann. Í leiknum eru 50 borð, 26 tegundir af uppvakningum og 49 tegundir af plöntum sem nota má til varnar.
Leikurinn er eins og stendur eingöngu fáanlegur á Amazon market á $2.99. Leikurinn er einnig fáanlegur á iOS, Windows Phone, Windows, MacOS, Xbox Arcade, PSN og Nintendo DS.
One Comment »