LG kynnir Optimus Sol Android síma
Nú fyrr í morgun kynnti LG Optimus Sol Android snjallsímann. Sol þýðir sól á spænsku og nafnið er tilkomið af því að síminn er með Ultra AMOLED skjá sem á að virka betur utandyra og í mikilli birtu. Síminn kemur með 1 GHz snapdragon örgjafa, 512MB vinnsluminni, 2GB ROM (150MB laust geymslupláss) og 3.8″ Ultra AMOLED skjá. Síminn inniheldur svo alla helstu þráðlausa staðla, Bluetooth 3.0, Wi-Fi 802.11 b/g/n, A-GPS, DLNA, Wi-Fi Direct. Rafhlaðan er 1.500mAh. Síminn verður fáanlegur í 3 litum; casino pour joueur francais Svörtum, gráum og hvítum. Síminn verður í milliverðflokki og ætti að koma í sölu hér á svipuðu, ef ekki aðeins lægra, verði en Optimus Black. Síminn kemur í sölu í Evrópu um miðjan september en við munum birta ykkur fréttir af útgáfu hans hér á landi þegar nær dregur.
Heimildir: GSM Arena , The Inquirer