Leikjaumfjöllun: Apparatus

Apparatus er snilldar Android-leikur fyrir þá sem hafa gaman af þrautum og heilabrotum. Markmið leiksins er að koma kúlunni ofan í bláa vasann með öllum tiltækum ráðum. Þú getur gefið sköpunargáfunni svo gott sem lausan tauminn þar sem þú nýtir efnivið hvers borðs á þann veg sem þér hentar. Leikurinn er frekar ávanabindandi og því auðvelt að gleyma sér í dágóðan tíma.

Hægt er að sækja takmarkaða prufuútgáfu af leiknum sem heitir Apparatus LITE en við mælum sterklega með því að kaupa leikinn því þá opnast fyrir allar mögulegar aðgerðir og helling af nýjum og krefjandi borðum.

QR-kóði fyrir Apparatus:


Heimasíða leiksins: http://www.apparatusgame.com/