Íslandsbanki gefur út app fyrir Android

Íslandsbanki var í gær fyrsti banki landsins til þess að gefa út forrit fyrir Android snjallsíma. Forritið er bætt útgáfa af M vefnum þeirra, sem þeir endurhönnuðu nýlega og kemur forritið vægast sagt vel út. Undirritaður var ekki lengi að ná sér í appið eftir að hafa heyrt um útgáfu þess og langar því að deila með ykkur skoðunum sínum.

Aðalvalmyndin á appinu er strax mjög aðlaðandi. Það lítur mjög vel út og er einfalt. Takkarnir eru stórir og mjög góður viðbragðstími á öllu.

Netbankinn sjálfur er í rauninni alveg eins og m.is, það er samt töluvert þægilegra að mínu mati að geta farið í appið frekar en að þurfa að opna vafra og fara inn á síðuna sjálfa. Appið geymir engar upplýsingar, þannig að maður verður að fylla út notendanafn, lykilorð og auðkennisnúmer í hvert skipti sem maður ætlar að fara í heimabankann.

Eitt það flottasta við þetta app er klárlega Útibú og hraðbankar-valmöguleikinn. Þar tekur appið staðsetningu (út frá GPS eða WiFi) og sýnir á korti hvar næstu útibú og hraðbankar eru. Maður sér á kortinu hvar þau eru og svo heimilisföng í lista með fjarlægð frá þinni staðsetningu.

 

Tíst íslandsbanka er í rauninni bara Twitter síðan þeirra sett inn á einfaldan hvítan bakgrunn. Ég sé eiginlega ekki tilganginn í því að hafa þetta í appinu sjálfu, en svosem ágætt upp á að fylgjast með fréttum og uppfærslum frá þeim (þó ég viti ekki hversu öflugir þeir hjá Íslandsbanka eru að uppfæra það).

Myntbreytan er klárlega eitt það þægilegasta við appið. Þar velur maður gjaldmiðil og getur reiknað á milli íslenskra króna og þess gjaldmiðils sem valið er. Einnig er hægt að fá töflu yfir gengi gjaldmiðla og getur maður því alltaf verið með uppfært gengi.

Síðast en ekki síst (jú eiginlega..) er Hafðu samband-takkinn. Þar fær maður form þar sem maður þarf að fylla út nafn, kennitölu, síma og skilaboð sem hægt er að senda til Íslandsbanka. Ég skil ekki alveg afhverju maður ætti að þurfa að gera það úr þessu appi, frekar en á síðunni hjá þeim, en kannski eru einhverjir sem lenda í veseni með millifærslu og nenna engan veginn að hafa samband við Íslandsbanka símleiðis eða í tölvupósti.

Appið er eins og stendur bara í boði á Android, en samkvæmt Íslandsbanka á það að koma á iOS í náinni framtíð, en þeir minnast ekkert á Symbian eða WP7.

Niðurlag:
Að mínu mati er þetta app virkilega flott. Ég nota m.is mikið til þess að millifæra á milli reikninga hjá mér og með tilkomu forritsins er það orðið þægilegra. Ég er að fara til útlanda fljótlega og ég hugsa að myntbreytan eigi eftir að koma að góðum notum þar. Appið er mjög flott, stílhreint og fljótt. Hraðbankakortið er algjör snilld og get ég ímyndað mér að margir muni nýta sér það. Tístið finnst mér frekar tilgangslaust og einnig hafðu samband formið, en ætli þeim hafi ekki vantað tvo takka til þess að fylla upp í útltið (upprunalega voru myndirnar í þessari grein bara 5, en svo bætti ég einni inn til þess að þær myndu líta betur út..)
Íslandsbanki fær klárlega stóran plús í kladdan hjá mér fyrir þetta og veit ég að það munu einhverjir skipta um banka ef að hinir feta ekki í fótspor Íslandsbanka. Meira svona!

QR kóði:

1 reply

Trackbacks & Pingbacks

  1. […] Svo eru vissulega til fleiri apps sem er hægt að nota, ég mæli t.d. með TripAdvisor og Íslandsbanka (myntbreytan er snilld!). Áhugavert […]

Comments are closed.