iPhone MegaPhone

Sama hvað mönnum finnst um iPhone þá er eitt sem er víst að enginn sími hefur jafn fjölbreytt úrval af aukahlutum og hann. Einn af þeim sérstökustu en  jafnframt fallegustu er MegaPhone frá ítalska hönnunarfyrirtækinu En&is. MegaPhone er keramik “gjallarhorn” sem stendur á viðarfæti. Gjallarhornið treystir á innbyggða hátalarann og magnar hljóðið upp. Engar sögur fylgja því hvort hljómburðurinn sé góður en eitt er fullvíst að MegaPhone er með fallegri aukahlutum sem undirritaður hefur séð fyrir iPhone, og nokkurn annan snjallsíma. Hægt er að skoða “græjuna” á heimasíðu framleiðandans.

Heimildir:  En&is , Unplggd