Hvað ertu að borða?

Í langan tíma hefur undirritaður leitað að forriti sem aðstoðar mig við að komast að því hvaða efni maturinn sem ég læt ofan í mig inniheldur.  Lausnin er komin og er forrit sem kallast E numbers og leyfir þér að leita uppi hin ýmsu litar-, bragð- og varðveisluefni sem vörur innihalda. Forritið er mjög einfalt í notkun, um leið og þú opnar það er þér fleygt inn á lista yfir E-efni. Fyrir ofan er leitargluggi sem leyfir þér að slá inn þau E númer sem þú hyggst gæða þér á.

 

Forritið segir þér:

  • Í hvaða löndum viðkomandi E efni er bannað
  • Hvaða áhrif E efnið hefur á fólk
  • Hvort að E efnið sé slæmt fyrir börn
  • Hvort að græntmetisætur geti neytt efnisins
  • Hvort að E efnið hafi einhver ofnæmisverkandi áhrif

 

             

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er mjög flott forrit þegar litið er til þess að hægt er að nálgast upplýsingar um mörg E-efni og ekki er verra að forritið er frítt. Stöðugt er verið að uppfæra gagnagrunninn yfir efnin, en það er einmitt einn gallinn við forritið eins og er, að enn er engar upplýsingar að finna um sum E-efnin. En batnandi forriti er best að starfa (eða eitthvað álíka).

 

Forritið er einnig fáanlegt í App Store fyrir iPhone, og önnur iOS tæki, þar sem það kostar $0.99. Undirritaður hefur ekki reynslu af þeirri útgáfu, en það er annar framleiðandi á því. Í fljótu bragði virðist það þó virka mjög svipað.

E Numbers fyrir Itunes
E Numbers fyrir Android