HP Pré 3 kominn í sölu í Evrópu

Allt frá því að HP kynnti til sögunnar Pré 3 í febrúar hefur lítið verið vitað hvenær hann kæmi á markað, annað en „í sumar“. Nú virðist biðin vera á enda, að minnsta kosti fyrir íbúa Evrópu þótt við íslendingar þurfum að bíða eitthvað lengur. Sala á símanum er hafin í netverslun HP og kostar síminn um 56 þúsund krónur, ólæstur og opinn á öll kerfi. Við erum að sjálfsögðu að vinna í því að fá eintak til prufu þegar hann kemur í sölu á Íslandi og látum ykkur vita þegar frekari fréttir af því berast.

 

Heimildir: Engadget , Netverslun HP/Palm